Samtalsdagur á föstudaginn

Þessa dagana eru námsmatsmöppur að fara heim með nemendum og sem koma með þær á föstudaginn með foreldrum í samtalið. Mikilvægt er að nemendur og foreldrar séu búnir að lesa sig í gegnum námsmat frá kennurum þegar komið er í samtalið á föstudaginn.

Við biðjum foreldra að skrá ykkur á samtalsdaginn inn á Mentor. Farið er inn á fjölskylduvefinn og þá til hægri er smellt á „Bóka foreldraviðtal„.

Nánar má sjá um bókun viðtala hér: Leiðbeiningar um bókun viðtala í Mentor

Svart/hvítur dagur hjá 5.-6.bekk

Á fimmtudaginn sl. var svarthvítur leikjadagur í 5. og 6.bekk en einu sinni í mánuði er skemmtidagur og var það fest í bekkjasáttmála 5. og 6.bekkjar í haust.

Allir mættu í svörtum og hvítum fötum og var lögð áhersla á hópleiki. Á skemmtidögum kemur Zuzanna stundum með poppvélina sína og við poppum!

 

Námsmat og undirbúningsdagur

Nú er námsmatsviku lokið hjá okkur í grunnskólanum. Nemendur hafa staðið sig með prýði þessa vikuna líkt og aðrar.

Á mánudaginn er leyfi hjá nemendum en þá er undirbúningsdagur starfsmanna. Þá tekið til hendinni í allskyns tiltekt, kennarar fara yfir námsmat og undirbúa námsmatsmöppur nemenda. En föstudaginn 29.janúar er samtalsdagur.

Við minnum foreldra á að skrá sig á samtalsdaginn en opnað verður fyrir skráning á mánudaginn nk.

Skóladagatalið okkar má nálgast hér á heimasíðu skólans undir Ýmsar upplýsingar eða smella hér.

Leiklistarnámskeið

 

1.-12. febrúar mun Foreldrafélag Grunnskólans á Þórshöfn ásamt góðum styrktaraðilum bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir alla nemendur skólans.

Til verksins hefur verið fenginn Jóel Ingi Sæmundsson, leikari, en hann er okkur góðkunnur hér á Þórshöfn, þar sem hann ólst upp og gekk hér í grunnskóla.

Á námskeiðinu fá nemendur þjálfun í hvernig koma skuli fram við annað fólk, þau læra að virða hvort annað og losa hömlur sem svo oft liggja á unglingum. Þau koma til að læra að tjá sig og koma frá sér hugsunum sínum á uppbyggilegan hátt. Þau læra að mistök eru eitthvað sem menn verða að gera til að læra.

Jóel kemur til með að vinna með: spuna, framkomu, líkamsvinnu (kenna þeim að beita líkamanum rétt), textavinnu og þess háttar. Námskeiðið endar með afurð sem foreldrar geta komið og séð í lokin. Það verður mismunandi uppsett eftir því hvernig hóparnir verða uppbyggðir og miðast allt að því að krakkarnir fái að njóta sín og kynnast því sem leiklistin hefur upp á bjóða.

Þá verður endað með afurð sem foreldrar gætu séð í lok námskeiðs. Þetta er mismunandi eftir því hvernig hópurinn er uppbyggður og miðast allt að því að krakkarnir fái á njóta sín og kynnast því sem leiklistin hefur upp á að bjóða.

 

Við í skólanum hlökkum til að vinna með foreldrafélaginu að skipulagningu námskeiðsins. Nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins koma á næstu dögum.