Kertasund er hátíðleg stund

Krakkarnir okkar og Bakkfirðingar fóru í kertasund nú fyrir jólin og mikið sem það er fallegt að sjá! Gleðin lýsir úr hverju andliti og stemningin er töfrum líkust!

Þau Katrín og  Pálmi sem hafa verið að leysa Steina af í fæðingarorlofinu hans hafa nú kvatt okkur og eru farin suður, en hver veit nema þau komi aftur í heimsókn til okkar!

Jólafrí! Er eitthvað betra en það?

 

Að baki er yndisleg samvera okkar allra hér í skólanum. Nemendur og starfsfólk mættu í sínu fínasta pússi í skólann í morgun og nutu sín, þennan síðasta skóladag ársins. Tveir nemendur kveðja okkur nú, en hver veit hvað verður í framtíðinni?; þau Dagný og Atli ætla að hefja nám í Danaveldi eftir áramótin. Við sendum þeim okkar bestu óskir um gott gengi á danskri grundu. Við eigum svo sannarlega eftir að sakna þeirra og foreldra þeirra héðan frá Þórshöfn.

Myndir vantar því miður af 5. – 7. bekk.

Skyrgámur, sá áttundi

Í nótt, aðfaranótt 19. desember kemur hann Skyrgámur, matgæðingur mikill:

tryggvi_Skyrgamur

Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o´n af sánum
með hnefanum braut.

Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
unz stóð hann á blístri
og stundi og hrein.

ólafur_skyr

Sjöundi var Hurðaskellir

Síðast liðna nótt (18.12)kom hann Hurðaskellir til byggða, en hann er í upphaldi hjá mörgum. Jóhannes úr Kötlum lýsir honum svo;

tryggvi_Hurdaskellir

Hurðaskellir Tryggva.

Sjöundi var Hurðaskellir,
– sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.

ólafur_hurða

Hurðaskellir Ólafs Péturssonar