Heimsókn til slökkviliðsins

2.-4. árgangur fór í heimsókn á slökkvistöðina á mánudaginn var þar sem  tekið var mjög vel á móti okkur. Krakkarnir fengu að skoða tól og tæki, fengu að prufa að vera í reyk og Tóti sýndi þeim reykkafarabúning. Þessi heimsókn var framhald af fræðslu sem Tóti kom með til okkar, tileinkuð 3. árgangi.

Takk fyrir okkur!