Sá sjötti, Askasleikir

Aðfaranótt 17. desember kemur Askasleikir til byggða. Honum þykir afar gott að sleikja aska heimilisfólks en líklega verður hann að láta sér nægja að sleikja diska okkar mannfólksins því þeir hafa leyst hinn forna borðbúnað af hólmi. Það er ef við höfum ekki þegar sett þá í uppþvottavélina!  Jóhannes úr Kötlum segir svo frá:

tryggvi_Askasleikir

Askasleikir e. Tryggva Magnússon

Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.

ólafur_aska

Askasleikir e. Ólaf Pétursson

Sá fimmti Pottaskefill

Í nótt kom Pottaskefill til byggða ef eitthvað er að marka þjóðtrú okkar. Jóhannes úr Kötlum hafði þetta um hann að segja:

tryggvi_Pottaskefill

Pottaskefill Tryggva Magnússonar

Sá fimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
– Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku’upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

ólafur_potta

Pottaskefill Ólafs Péturssonar