Stúfur hét sá þriðji

Aðfaranótt 14. desember kemur hann Stúfur til byggða. Jóhannes úr Kötlum hafði þetta um þann pilt að segja:

tryggvi_Stufur

Stúfur e. Tryggva Gunnarsson

Stúfur hét sá þriðji
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.

ólafur_stufur

Stúfur Ólafs Péturssonar

Giljagaur var annar

Tryggvi_Giljagaur

Giljagaur Tryggva Magnússonar

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
– Hann skreið ofan úr gili
og skauzt í fjósið inn.

Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

ólafur_gilja

Giljagaur Ólafs

Næstur kemur Stúfur

Stekkjastaur kom fyrstur

Tryggvi_stekkjastaur

Stekkjastaur eins og Tryggvi Magnússon sá hann

Stekkjarstaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
– þá var þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
– það gekk nú ekki vel.

ólafur_staur

Stekkjastaur Ólafs Péturssonar