Aðalfundur foreldrafélagins

Í nóvember var haldinn aðalfundur foreldrafélagsins og var mætingin fín og góðar umræður. Gengu þar þrír úr stjórn og þrír nýjir kosnir inn. Fráfarandi stjórnarmönnum er þökkuð vel unnin störf og nýtt fólk boðið velkomið til starfa.

Foreldrafélagið hefur mikið látið til sín taka á árinu og hefur verið þátttakandi í öllum helstu viðburðum skólans ásamt því að standa fyrir glæsilegu kaffihúsi á jólamarkaðnum þar sem öll heimili sem tengjast skólanum lögðu sitt að mörkum. Ber að þakka þeim fyrir gott samstarf.

Foreldrafélag – til hamingju með glæsilegt starfsár og við hlökkum til að starfa með ykkur á því næsta.

Upplýsingar um foreldrafélagið og fundargerð má nálgast inn á síðunni hjá okkur – hér.