Æviágrip Davíðs Stefánssonar

Það er gaman að grúska í ljóðum þeirra skálda sem við tileinkum Dag íslenskrar tungu. Í fyrra var það Hannes Pétursson, sem enn skrifar og gleður okkur með ljóðum sínum en í ár er það Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Á vefnum Land og saga má finna þetta æviágrip Davíðs:

Davíð Stefánsson (21. janúar 1895 – 1. mars 1964) var íslenskur rithöfundur og skáld, sem kenndur var við Fagraskóg á Galmaströnd í Eyjafirði. Hann er einna þekktastur fyrir ljóðabók sína Svartar fjaðrir og leikrit sitt Gullna hliðið.

Æviágrip
Davíð fæddist í Fagraskógi þann 21. janúar árið 1895. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson bóndi og síðar alþingismaður og Ragnheiður Davíðsdóttir frá Hofi í Hörgárdal.

Davíð lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1911. Á árunum 1915–1916 dvaldist hann í Kaupmannahöfn og hófst skáldferill hans þar. Síðar hóf hann nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1919, en það ár kom fyrsta ljóðabók hans út, hún ber heitið Svartar fjaðrir.

Davíð dvaldist öðru hvoru erlendis, m.a. í nokkra mánuði á Ítalíu árið 1920 og svo í Noregi 1923. Árið 1925 tók Davíð við föstu starfi sem bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, hann lét formlega af störfum sem bókavörður árið 1951.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi lést á Akureyri þann 1. mars árið 1964. Hann er jarðaður á Möðruvöllum í Hörgárdal en þar hvíla einnig foreldrar hans og önnur ættmenni.

Skáld einstaklingshyggju og þjóðerniskenndar

Davíð var mörgu leyti skáld nýrómantíkur. Það var áherslan er meir á innra lífs einstaklingsins og tilfinninga hans en á ytra umhverfi hans. Sterkar tilfinningar og miklar andstæður eru einkennandi fyrir nýrómantískan skáldskap hans. Þar má finna bæði mikla gleði og djúpstæðan harm. Þjóðernishyggja, borgarleiði, fegurðar- og frelsisþrá eru áberandi, en einnig birtist þar hetjudýrkun og bölsýni. Davíð yrkir um hinn frjálsa einstakling og greina má sterka einstaklingshyggju og þjóðerniskennd. Síðustu ljóð komu út að honum látnum árið 1966.

 Rithöfundarverðlaun
Félag íslenskra rithöfunda veitti á 10. áratug 20. aldar árlega rithöfundaverðlaunin Davíðspennann til minningar um Davíð sem var einn af stofnendum félagsins 1945.

Ummæli um skáldið

* „Ef ung kynslóð fer eldi Davíðs um byggðir Íslands á næstu árum þarf þjóðin ekki að óttast um sinn sálarhag.“
Ragnar Jónsson í Smára í formála: ,,Svartar Fjaðrir“, Helgafell 1955.

* „Davíð var glæsimenni og rétt er það sem hann segir – að allar vildu meyjarnar eiga hann. En mér er aftur á móti fátt kunnugt um ,,ástina hans´´, því hann fór vel með hana eins og annað, sem honum var trúað fyrir, og flíkaði ekki þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans.“
Páll Ísólfsson: Í dag skein sól.

* „Hann hæfði ungu kynslóðina beint í hjartastað árið 1919, en eftir stríð varð hann það úreltasta af öllu úreltu. Ástarljóð hans voru ekki nógu ,,ábyrg´´, þjóðfélagssýnin ekki nógu ,,meðvituð´´, spekin ,,almælt tíðindi´´. [..] …eftir hans dag hefur enginn fengist til að vera þjóðskáld. Vitarnir vilja ekki brenna. En ég held að ljóðagerð eins og hann stundaði sé saknaðarefni og að sé jafnvel fyrirmynd að finna í mælsku hans og ástríðu.“
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur í Alþýðublaðinu 21. 1. 1995.

Ljóðabækur

* Svartar fjaðrir, 1919
* Kvæði, 1922
* Kveðjur, 1924
* Ný kvæði, 1929
* Í byggðum, 1933
* Að norðan, 1936
* Ný kvæðabók, 1947
* Ljóð frá liðnu sumri, 1956
* Í dögun, 1960
* Síðustu ljóð, 1966 (kom út að Davíð látnum)

Leikrit og skáldsögur:
* Munkarnir á Möðruvöllum, 1926
* Gullna hliðið,
* Sólon Íslandus I-II, 1941 (Skáldsaga um Sölva Helgason).
* Vopn guðanna, 1944
* Landið gleymda, (frumsýnt árið 1953 en gefið út 1956).

Konan sem kyndir ofninn minn

Konan sem kyndir ofninn minn 

Ég finn það gegnum svefninn,victorian_ofn
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.

Ég veit að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,ný+kvæði
þó sé hún dauða þreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð –
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð.

Ég veit að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mesta mildi á. –
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.

Davíð Stefánsson

Ný kvæði 1929

Dagur íslenskrar tungu mánudaginn 16. nóvember

Davíð Stefánsson

Á mánudaginn, þann 16. nóvember verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur hér í skólanum. Dagskráin fer fram í Þórsveri frá 17:00 til 18:30

Hátíðin í ár er tileinkuð Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi (f. 1895, d. 1964).

Davíð varð snemma landsþekkt ljóðskáld og ljóðabók hans Svartar faðrir sem kom út 1919 féll í góðan jarðveg og segja má að allt frá útkomu þeirrar bókar hafi Davíð orðið eitt af þjóðskáldunum okkar. Ótal ljóð sem við kunnum, syngjum og njótum eru úr hans ranni.

Nemendur munu sýna, syngja og leika efni tengt skáldinu.

Í boði verða léttar veitingar.

Náttfatadagur á mánudaginn í tilefni af stóra upplestrardeginum

Á mánudaginn er „stóri unáttföt bangsipplestrardagurinn“. Hann er fyrsti dagur Norrænu bókasafnavikunnar og kl. 9 á mánudagsmorguninn verður lesið á sama tíma á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, sömu textar á mismunandi tungumálum. Þetta er ekki í útvarpinu en það er líka hægt að hlusta á Ævar vísindamann í beinu streymi frá Norræna húsinu klukkustund síðar, kl. 10 þennan sama mánudagsmorgunn.

Upplestrarbækurnar í Dagrenningu eru „Vöffluhjarta“ fyrir börnin og fyrir unglinga er færeyska bókin „Skrifa í sandinn.“

Þema Norrænu bókasafnsvikunnar að þessu sinni er vináttan á Norðurlöndunum.

Í tilefni af þessum degi stendur Aldan, nemendafélagið okkar fyrir náttfatadegi og nemendur í 1. – 4. bekk mega koma með bangsana sína í skólann!

skrifa í sandinn

vöffluhjarta

Bók er best vina og ekki skemmir fyrir ef það er stærðfræðibók!

Á hverju hausti svara nemendur okkar spurningum í Skólapúlsinum þar sem t.d. eru könnuð viðhorf til stærðfræði og ánægja af lestri.

Í ár gerist það að snillingarnir sem hér eru við nám, hafa meiri ánægju af lestri en jafnaldrar þeirra á landi hér – og haldið ykkur fast: – Jafn mikinn áhuga og aðrir landsmenn á sama aldri, á stærðfræði! Þetta eru virkilega góð tíðindi og töflurnar sem hér eru með sýna svo um munar að námsáhugi nemenda okkar eykst ár frá ári!

Með jákvæðu sjálfstali, með væntingum foreldra og skóla mótum við áhugasama, úrræðagóða og jákvæða einstaklinga sem munu, fyrr en varir taka við þjóðarskútunni. Það er gott til þess að hugsa!

Ánægja af stæ 1

Hér má sjá okkar stærðfræðinga og áhuga þeirra miðað við aðra nemendur á landsvísu.

Hér sést hvernig þróunin hefur verið á milli ára, á áhuga nemenda á stærðfræðinámi.

Hér sést hvernig þróunin hefur verið á milli ára, á áhuga nemenda á stærðfræðinámi.

Hér má sjá að nemendur Grunnskólans á Þórshöfn hafa meiri ánægju af lestri en aðrir nemendur á sama aldri og í skólum upp að 320 nemendum.

Hér má sjá að nemendur Grunnskólans á Þórshöfn hafa meiri ánægju af lestri en aðrir nemendur á sama aldri og í skólum upp að 320 nemendum.

Hér sjáum við ánægju af lestri í Grunnskólanum á Þórshöfn, hjá nemendum á sama aldri og í skólum af svipaðri stærð. Fáir skólar á landinu státa af eins áhugasömum lestrarhestum og við!

Hér sjáum við ánægju af lestri í Grunnskólanum á Þórshöfn, hjá nemendum á sama aldri og í skólum upp að 320 nemendum. Fáir skólar á landinu státa af eins áhugasömum lestrarhestum og við!

Hrekkjavaka á Þórshöfn

Fimmtudaginn 12. nóvember boðar Nemendafélagið Aldan til halloweenhrekkjavöku í Þórsver fyrir alla nemendur skólans. Kjallarinn verður skreyttur með hinum ýmsu
kynjaverum líkt og gert hefur verið síðustu ár. Rétt er að benda foreldrum yngri barna að gott er fyrir þau að hafa sér fylgdarmann í kjallarann.

Haldið verður uppi stuði í salnum með dansi og leikjum.

1.-4. bekkur kl. 15-17

5.-10. bekkur kl. 20-22

Sjoppa á staðnum og aðgangseyrir er 500 kr.

Komum öll í búningum 😉

Ægifagur næturhiminn

Í gær voru nemendur í 1. bekk að velta fyrir sér veðrinu því þeir stefna á að taka veðrið í upphafi dags. Á góma bárust Norðurljósin og miklar vangaveltur urðu um hvort þau væru veður.

Niðurstaðan var sú að þau væru ekki veður, en þau sæjust samt bara í ákveðnu veðri – og ekki á daginn.Í gærkvöldu og í nótt léku Norðurljósin sinfóníu sem var engri annarri lík og þessu tóku nokkrir nemendur í 1. bekk eftir.  Guðjón Gam. fangaði leikinn á leyfði okkur að deila tónverkinu með sér.

Norðurljósamyndir

sauðanes

Sauðanes_sáluhlið

Þórshafnarkirkja

Á Vísindavefnum má finna eðlisfræðilega skýringu á tilurð Norðurljósanna og hún er þessi:

Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið.

Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós.