Jólastöðvar

Verkefni frá jólastöðvum
Á fimmtudag og föstudag verða hinar árlegu jólastöðvar hér í skólanum. Skólastarf þessa tvo daga er tileinkað list og verkgreinum og verður fjölmargt í boði fyrir nemendur að gera á sex aldursblönduðum stöðvum.
Skólahald mun verða með eilítið breyttu sniði þessa daga hvað tímaramma varðar. Matur verður frá 12:00 – 12:30 og skólanum lýkur klukkan 14 á fimmtudag en síðar á föstudag sem er tvöfaldur dagur.
Á föstudag hjálpast nemendur að eftir að síðustu stöð þeirra lýkur klukkan 14:00 við að setja upp sýningu á þeim munum sem gerðir hafa verið þessa tvo daga.
Klukkan 15:00 er öllum foreldrum og systkinum, ömmum og öfum, frænkum og frændum boðið hingað í skólann til þess að sjá afraksturinn, njóta jólastemmningarinnar og horfa e.t.v. á eins og eina jólamynd með krökkunum. Að minnsta kosti tvær myndir verða sýndar, á ólíkum stöðum í skólanum. Kakó og smákökur verða í boði Samkaupa og foreldrafélagsins.
Búast má við að skólahaldi ljúki um 17:00 þennan dag og ekki verður skólabíll heim á föstudaginn.
Við vonumst svo sannarlega til þess að sjá sem flesta!