Þorsteinn Ægir í leyfi

hólmfríður

Steini okkar er nú farinn í fæðingarorlof fram yfir áramót. Við erum svo heppin að hafa fengið Katrínu Örnu Kjartansdóttur í afleysingar í sund og íþróttakennslu. Hún hefur verið í starfsþjálfun hjá Steina undanfarnar vikur og hefur verið með fótboltaæfingar í fjarveru Ásdísar Hrannar svo hún er farin að þekkja krakkana vel! Katrín er stúdent frá F.Su. fótboltakona og íþróttaálfur af guðs náð. Velkomin og Steini hafðu það gott!

Til eru fræ

Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.

Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.

Haukur syngur Til eru fræ e. Davíð Stefánsson