Abba labba lá

Hún hét Abba-labba-lá.

Hún var svört og brún á brá

og átti kofa í skóginum

á milli grænna greina

og trúði á stokka og steina.

En enginn vissi, hvaðan

hún kom í þennan skóg;

enginn vissi, hvers vegna

hún ærslaðist og hló,

og enginn vissi, hvers vegna

hún bæði beit og sló.-

Hún hét Abba-labba-lá.

Hún var svört og brún á brá

og gerði alla vitlausa,

sem vildu í hana ná.

Á villidýrablóði,

á villidýrablóði,

lifði Abba-labba-lá.

…Einu sinni sá ég

Abba-labba-lá.

Hún dansaði í skóginum,

svört og brún á brá.

Mér hlýnaði um hjartað

og hrópaði hana á:

Abba-labba,

Abba-labba,

Abba-labba-lá!

Þá kom hún til mín hlaupandi

og kyssti mig og hló,

beit mig og saug úr mér

blóðið, -svo ég dó.

-Og afturgenginn hrópa ég

út yfir land og sjá:

Varið ykkur, veslingar,

varið ykkur, veslingar,

á Abba-labba-lá.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Ein hugrenning um “Abba labba lá

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s