Náttfatadagur á mánudaginn í tilefni af stóra upplestrardeginum

Á mánudaginn er „stóri unáttföt bangsipplestrardagurinn“. Hann er fyrsti dagur Norrænu bókasafnavikunnar og kl. 9 á mánudagsmorguninn verður lesið á sama tíma á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, sömu textar á mismunandi tungumálum. Þetta er ekki í útvarpinu en það er líka hægt að hlusta á Ævar vísindamann í beinu streymi frá Norræna húsinu klukkustund síðar, kl. 10 þennan sama mánudagsmorgunn.

Upplestrarbækurnar í Dagrenningu eru „Vöffluhjarta“ fyrir börnin og fyrir unglinga er færeyska bókin „Skrifa í sandinn.“

Þema Norrænu bókasafnsvikunnar að þessu sinni er vináttan á Norðurlöndunum.

Í tilefni af þessum degi stendur Aldan, nemendafélagið okkar fyrir náttfatadegi og nemendur í 1. – 4. bekk mega koma með bangsana sína í skólann!

skrifa í sandinn

vöffluhjarta

Bók er best vina og ekki skemmir fyrir ef það er stærðfræðibók!

Á hverju hausti svara nemendur okkar spurningum í Skólapúlsinum þar sem t.d. eru könnuð viðhorf til stærðfræði og ánægja af lestri.

Í ár gerist það að snillingarnir sem hér eru við nám, hafa meiri ánægju af lestri en jafnaldrar þeirra á landi hér – og haldið ykkur fast: – Jafn mikinn áhuga og aðrir landsmenn á sama aldri, á stærðfræði! Þetta eru virkilega góð tíðindi og töflurnar sem hér eru með sýna svo um munar að námsáhugi nemenda okkar eykst ár frá ári!

Með jákvæðu sjálfstali, með væntingum foreldra og skóla mótum við áhugasama, úrræðagóða og jákvæða einstaklinga sem munu, fyrr en varir taka við þjóðarskútunni. Það er gott til þess að hugsa!

Ánægja af stæ 1

Hér má sjá okkar stærðfræðinga og áhuga þeirra miðað við aðra nemendur á landsvísu.

Hér sést hvernig þróunin hefur verið á milli ára, á áhuga nemenda á stærðfræðinámi.

Hér sést hvernig þróunin hefur verið á milli ára, á áhuga nemenda á stærðfræðinámi.

Hér má sjá að nemendur Grunnskólans á Þórshöfn hafa meiri ánægju af lestri en aðrir nemendur á sama aldri og í skólum upp að 320 nemendum.

Hér má sjá að nemendur Grunnskólans á Þórshöfn hafa meiri ánægju af lestri en aðrir nemendur á sama aldri og í skólum upp að 320 nemendum.

Hér sjáum við ánægju af lestri í Grunnskólanum á Þórshöfn, hjá nemendum á sama aldri og í skólum af svipaðri stærð. Fáir skólar á landinu státa af eins áhugasömum lestrarhestum og við!

Hér sjáum við ánægju af lestri í Grunnskólanum á Þórshöfn, hjá nemendum á sama aldri og í skólum upp að 320 nemendum. Fáir skólar á landinu státa af eins áhugasömum lestrarhestum og við!

Hrekkjavaka á Þórshöfn

Fimmtudaginn 12. nóvember boðar Nemendafélagið Aldan til halloweenhrekkjavöku í Þórsver fyrir alla nemendur skólans. Kjallarinn verður skreyttur með hinum ýmsu
kynjaverum líkt og gert hefur verið síðustu ár. Rétt er að benda foreldrum yngri barna að gott er fyrir þau að hafa sér fylgdarmann í kjallarann.

Haldið verður uppi stuði í salnum með dansi og leikjum.

1.-4. bekkur kl. 15-17

5.-10. bekkur kl. 20-22

Sjoppa á staðnum og aðgangseyrir er 500 kr.

Komum öll í búningum 😉