Ægifagur næturhiminn

Í gær voru nemendur í 1. bekk að velta fyrir sér veðrinu því þeir stefna á að taka veðrið í upphafi dags. Á góma bárust Norðurljósin og miklar vangaveltur urðu um hvort þau væru veður.

Niðurstaðan var sú að þau væru ekki veður, en þau sæjust samt bara í ákveðnu veðri – og ekki á daginn.Í gærkvöldu og í nótt léku Norðurljósin sinfóníu sem var engri annarri lík og þessu tóku nokkrir nemendur í 1. bekk eftir.  Guðjón Gam. fangaði leikinn á leyfði okkur að deila tónverkinu með sér.

Norðurljósamyndir

sauðanes

Sauðanes_sáluhlið

Þórshafnarkirkja

Á Vísindavefnum má finna eðlisfræðilega skýringu á tilurð Norðurljósanna og hún er þessi:

Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið.

Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: