Góðir gestir

GÞ fjölgreindarleikar 2015 (129)Langanesbyggð hefur fengið þá Ingvar Sigurgeirsson og Jakob Frímann Þorsteinsson til þess að vinna með okkur að forvarnarstefnu sveitarfélagsins. Þeir kumpánar voru á Bakkafirði í gærmorgun og hittu þar nemendur og starfsfólk. Hið sama gerðu þeir hér á Þórshöfn. Í morgun hittu þeir alla nemendur í 7.- 10. bekk og ræddu við þá um kosti og galla þess að búa hér, um skólann og áhugamál þeirra.

Það var afskaplega gaman að fá þá og bæði starfsfólk og nemendur glöddust yfir þessu tækifæri til þess að ræða það sem vel er gert og hvað við getum gert betur.

Í gær hittu þeir nefndarmenn hinna ýmsu nefnda og í gærkveldi var íbúafundur um sama málefni þar sem sköpuðust góðar umræður.

Það er ómetanlegt að fá góð gesti og veri þeir velkomnir sem oftast!

Þar sem þeir nutu góðra veitinga á Bárunni urðu þeir vitni að björgun litla hrefnukálfsins og Kobbi tók þetta myndband af öllu saman:

Hrefnukálfi bjargað

Handagangur í öskjunni þó engin sé hún Hrafngerður

image

Hrafngerður okkar er að spóka sig í útlöndum en á meðan björgum við okkur. Hér eru þau Árni, Þórhallur og Hólmfríður að setja saman frábærar geimverur!

Þó að Hrafngerði vanti, vantar ekkert upp á vinnusemina og sköpunargleðina!

Þó að Hrafngerði vanti, vantar ekkert upp á vinnusemina og sköpunargleðina!

kross

Á milli fingra Ingimars er agnarsmár kross sem hann pússar af mikilli natni!

pussa_sverð

Er hann Unnar að undirbúa sig fyrir tannlæknanámið, eða verður hann kannski smiður? Ja nema hann bregði sér á víkingaleikana með svona flott sverð!