Fyrsti mánðurðu skólaársins hefur verið tíðindasamur

IMG_2150

Skólasetning, fjölgreindarleikar, Fiðlan og fótstigið, Eldbarnið, Norræna skólahlaupið, Göngum í skólann, samræmd próf, bekkjarkvöld, námsefniskynningar að ógleymdum Skuggamyndunum frá Býsan eru allt hugtök og heiti sem finna má fréttir af hér á síðunni! Að auki hefur verið upplestur á bókasafninu, samspil hjá Kadri auk alls kyns námslegra viðfangsefna annrra. Og takið eftir – það er einungis 1/10 búinn af skólaárinu!

Hin kröftuga skólabyrjun ber þess glöggt vitni að skólastarfið stendur í miklum blóma og við væntum mikils af þessum vetri og öllum þeim verkefnum sem skólaárið mun færa okkur!

Göngum í skólann

IMG_2150Nú er að baki vikan þar sem átak var í því að koma gangandi í skólann. Krakkarnir stóðu sig mjög vel – og sumir í starfsmanna hópnum líka, en aðrir síður! Kannski eins og gengur. Í tilefni af þessu gönguátaki, sem vonandi skilar sér í því að við göngum oftar í skólann, fögnuðum við sérstaklega nýjum gangbrautum í bænum. Nú hafa krakkarnir sem koma austan að gangubrautir til að fara yfir á leið sinni upp á Holtið. Næsta skref verður svo kláralega að setja gangbraut á Langanesveginn, í nágrenni skólans. Húrra fyrir góðri viku og góðum gangbrautum!