Sparinesti er vinsæl hefð

Sú hefð hefur verið hér við skólann á liðnum árum að síðasta föstudag hvers mánaðar hefur verið svokallað frjálst nesti. Þá mega nemendur koma með hvað eina sem þau vilja en þó ekki sælgæti eða gosdrykki.

Nú í september var kannað viðhorf foreldra og forráðamanna til þessarar hefðar. Almennt má segja að fólk sé ánægt með þessa hefð okkar og vilji þar litlu breyta.
Næstum allir þeir sem svöruðu könnuninni, eða 30 af 31 senda börnin með sparinesti og eru 69% svarenda nokkuð eða mjög ánægðir með fyrirkomulagið.

52% svarenda vilja hafa sama fyrirkomulag á og 12% er alveg sama. Þeir sem vilja annað fyrirkomulag eru 36% svarenda. Það helsta sem fólk nefnir að það vilji breyta er að hafa sparinestið ekki á sama degi og samlokusölu 10. bekkinga og e.t.v. væri betra að hafa sparinestið í upphafi mánaðarins.

Þess má geta að sama dag og sparinestið hefur 10. bekkur selt samlokur og fernudrykki sem fjáröflun fyrir ferðasjóð árgangsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s