Fyrsti mánðurðu skólaársins hefur verið tíðindasamur

IMG_2150

Skólasetning, fjölgreindarleikar, Fiðlan og fótstigið, Eldbarnið, Norræna skólahlaupið, Göngum í skólann, samræmd próf, bekkjarkvöld, námsefniskynningar að ógleymdum Skuggamyndunum frá Býsan eru allt hugtök og heiti sem finna má fréttir af hér á síðunni! Að auki hefur verið upplestur á bókasafninu, samspil hjá Kadri auk alls kyns námslegra viðfangsefna annrra. Og takið eftir – það er einungis 1/10 búinn af skólaárinu!

Hin kröftuga skólabyrjun ber þess glöggt vitni að skólastarfið stendur í miklum blóma og við væntum mikils af þessum vetri og öllum þeim verkefnum sem skólaárið mun færa okkur!

Göngum í skólann

IMG_2150Nú er að baki vikan þar sem átak var í því að koma gangandi í skólann. Krakkarnir stóðu sig mjög vel – og sumir í starfsmanna hópnum líka, en aðrir síður! Kannski eins og gengur. Í tilefni af þessu gönguátaki, sem vonandi skilar sér í því að við göngum oftar í skólann, fögnuðum við sérstaklega nýjum gangbrautum í bænum. Nú hafa krakkarnir sem koma austan að gangubrautir til að fara yfir á leið sinni upp á Holtið. Næsta skref verður svo kláralega að setja gangbraut á Langanesveginn, í nágrenni skólans. Húrra fyrir góðri viku og góðum gangbrautum!

Erindi á vegum Heimilis og skóla mánudaginn 28. september

Heimili-og-skóli-feature-image1

Á mánudaginn 28. september klukkan 20:30, verður erindi á vegum Heimilis og skóla (væntanlega í Þórsveri).

Við fögnum komu fulltrúa þeirra hingað til okkar og vonandi komast sem allra flestir þetta kvöld, því sagan sannar að gott samstarf er lykillinn að árangursríku skólastarfi.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir mikilvægi og ávinning af góðu samstarfi milli heimilis og skóla. Farið verður yfir starf bekkjarfulltrúa, hlutverk þeirra og komið með góðar hugmyndir. Farið verður yfir helstu samskiptaleiðir innan skólans ef foreldrar vilja fá eða veita öðrum upplýsingar og fleira.

Einnig verður fjallað um netnotkun barna og unglinga þar sem er farið yfir einkenni tælingarmála og hvað beri að varast í samskiptum við ókunnuga, hvað sé hægt að gera ef grunur vaknar um tilraun til tælingar og hvert sé hægt að leita. Eins fá foreldrar fræðslu um birtingarmyndir rafræns eineltis og alvarlegar afleiðingar óvarlegra samskipta og myndbirtinga á netinu, farið verður yfir slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti auk þess sem bent er á leiðir til að koma netnotkun í jákvæðari farveg. Einnig verður fjallað um ýmsar tæknilegar lausnir, eins og síur, öryggisforrit og fleira.

Við væntum þess að sjá sem flesta.

Námsefniskynning hjá 5. – 7. árgangi á morgun, miðvikudag

Það er aldrei dauð stund hér hjá okkur í skólanum og á morgun, miðvikudag verða umsjónarkennarar og nemendur i 5. – 6. árgangi og 7. árgangi með kynningar á starfi vetrarins í sínum heimastofum, Brimnesi og Eldjárnsstöðum.

Við hvetjum alla foreldra til að koma í skólann og hlýða á kynningarnar og fá sér kaffi úr þessari líka fínu kaffivél sem leyst hefur af hólmi hina gömlu/nýju vel, sem gaf upp öndina!

Verið hjartanlega velkomin.

Sparinesti er vinsæl hefð

Sú hefð hefur verið hér við skólann á liðnum árum að síðasta föstudag hvers mánaðar hefur verið svokallað frjálst nesti. Þá mega nemendur koma með hvað eina sem þau vilja en þó ekki sælgæti eða gosdrykki.

Nú í september var kannað viðhorf foreldra og forráðamanna til þessarar hefðar. Almennt má segja að fólk sé ánægt með þessa hefð okkar og vilji þar litlu breyta.
Næstum allir þeir sem svöruðu könnuninni, eða 30 af 31 senda börnin með sparinesti og eru 69% svarenda nokkuð eða mjög ánægðir með fyrirkomulagið.

52% svarenda vilja hafa sama fyrirkomulag á og 12% er alveg sama. Þeir sem vilja annað fyrirkomulag eru 36% svarenda. Það helsta sem fólk nefnir að það vilji breyta er að hafa sparinestið ekki á sama degi og samlokusölu 10. bekkinga og e.t.v. væri betra að hafa sparinestið í upphafi mánaðarins.

Þess má geta að sama dag og sparinestið hefur 10. bekkur selt samlokur og fernudrykki sem fjáröflun fyrir ferðasjóð árgangsins.

Göngum í skólann

ISI-75762_Go¿êngum-i-skolan_logoGrunnskólinn á Þórshöfn mun taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla.

Göngum í skólann verður sett mánudaginn 21. september og lýkur formlega föstudaginn 25. september. Ýmsar uppákomur verða þessu tengdar í vikunni og munu allir starfsmenn og nemendur skólans taka þátt í því.

Skólabíll mun stoppa á bílastæði við Sparisjóðinn og munu nemendur ganga þaðan í skólann þessa viku.

Eigum skemmtilega viku saman í Göngum í skólann!