Skráning í Frístund er hafin

20150109_125201-SMILENú er kominn tími til að huga að skólavistun næsta vetur. Meðfylgjandi er dvalarsamningur/umsókn um vistun í Frístund Grunnskólans á Þórshöfn auk helstu upplýsinga.

Vinsamlegst prentið út samninginn og komið til aðstoðarskólastjóra eða komið við í skólanum og fáið hann hjá aðstoðarskólastjóra.

Nánari upplýsingar um Frístund má finna hér á vef skólans:

https://grunnskolinn.com/fristund-gth/

https://thorshofn.files.wordpress.com/2015/08/dvalarsamningur.pdf

Til aðstandenda varðandi K3 uppfærslu Mentors

Til aðstandenda varðandi K3

mentor k3

Skólinn er að taka í notkun nýja kynslóð af Mentor og í byrjun gætuð þið fundið fyrir einhverjum truflunum. Þessi nýja kynslóð mun auka tækifærin til að efla okkar starf og einfalda samskipti. Þið munið því taka eftir nýjum atriðum inni á ykkar svæði og við munum senda ykkur frekari upplýsingar um það síðar.

Skólastjóri

Skólasetning ágúst 2015

Yngstu nemendur okkar í fjöruferðGrunnskólinn á Þórshöfn verður settur þann 21. ágúst klukkan 17:00.

Ef veður verður gott fer athöfnin fram í skrúðgarði bæjarins en verði það í verri kantinum fer hún fram í kirkjunni.

Sjáumst hress og kát og vonandi í hinni mestu blíðu

Skólastjóri