Tónlist fyrir alla kemur til Þórshafnar

Miðvikudaginn 9.september kl. 8:30 – 9:15 fáum við heimsókn frá hljómsveitinni Skuggamyndir frá Býsans á vegum TFAverkefnisins „Tónlist fyrir alla“.

Farið er í ferðalag til Balkanlandanna með hljómsveitinni. Við heyrum tónlist frá nokkrum löndum Balkanskagans og með hjálp tölvutækni og myndvarpa lærum við um þjóðfána, staðstningu og höfuðborgir landanna. Tónlistarflutningurinn er skreyttur með fallegum myndum frá löndunum og við kynnumst líka sumum af þeim hljóðfærum sem þjóðlagatónlistarmenn frá svæðunum leika á. Staldrað verður við í Króatíu, Bosníu-Hersegóvínu, Serbíu, Makedóníu, Albaníu, Grikklandi, Búlgaríu og Tyrklandi.

Hér má finna hlekki inn á youtube.com þar sem má heyra dæmi um tónlist frá Skuggamyndum.

https://m.youtube.com/watch?v=FOMmKGF1OUs

https://m.youtube.com/watch?v=x2fFKw1DQWg

Skólastarf að hefjast í Tónlistarskóla Langanesbyggðar

Nú fer Tónlistarskolinn að fara af stað og eru foreldrar barna sem voru í skólanum í fyrra og ætla að halda áfram í vetur boðaðir á fund í Tónlistarskólanum á Þórshöfn klukkan 17:00 mánudaginn 31. ágúst 2015

Foreldrar barna sem sóttu um nám við Tónlistarskólann í vetur en voru ekki í skólanum í fyrra, fá upplýsingar um hvort þeir fái skólavist nú í vikunni.

Fjölgreindaleikar í grunnskólanum

11913069_10204804899389998_1084141416_nÍ dag voru fjölgreindaleikar í skólanum og luku allir nemendur 11 stöðvum. Á morgun verður svo seinni hlutinn sem lýkur með verðlaunaafhendingu kl. 14. Allir foreldrar og velunnarar skólans eru velkomnir. Við látum nokkrar myndir fylgja með frá deginum í dag.

11910904_10204804918750482_1882678395_n 11903441_10204804915870410_1997150798_n 11939124_10204804915350397_181235387_n 11937943_10204804914230369_43325068_n 11944760_10204804910870285_613794116_n 11930736_10204804908310221_1302016007_n 11903445_10204804907030189_1961884667_n 11908184_10204804899630004_195659826_n

Það er gott að lesa

Gott_ad_lesa

Haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að Þjóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra (af vef MMR).

Þess má geta að Grunnskólinn á Þórshöfn nýtir Byrjendalæsi í sinni læsiskennslu og hefur aðferðin nýst okkur vel á síðustu þremur árum. Læsi hefur stórbatnað í yngstu árgöngum og verulegar framfarir má sjá ár frá ári!

Við erum stolt af árangri okkar!

Hér má finna lag Bubba sem Ingó Veðurguð syngur

Skólaakstur

busÁ morgun hefja níu börn sína skólagöngu og þar af fjögur úr Svalbarðshreppi.

Ef foreldrar vilja fylgja þeim í skólann eru þeir meira en velkomnir og þeir sem nýta skólabílinn í fyrramálið skulu endilega láta skólabílstjórann vita ef börnin nýta ekki skólabílinn á morgun. Benedikt sér um skólaaksturinn og síminn hjá honum er 8651891.

Við minnum á að til þess að gæta alls öryggis þurfa yngstu farþegarnir að sitja á pullu í bílnum.

P.s: Munið eftir sundfötunum fyrir þau yngstu!

Nú er úti veður vott…

En það er nú ekki alveg víst að hið sama verði upp á tengingnum klukkan fimm í dag og því vonumst við enn eftir því að geta haft skólasetninguna í skrúðgarðinum – en ef ekki verður hún í kirkjunni og grill og leikir við eða inni í Veri.

Ef við verðum í garðinum er tilvalið að taka með sér stóla og teppi til að sitja á!

Sólskinskveðjur

vedur2vedur1