Skólaslit, handverkssýning og kaffihús

SkólaslitSkólaslit verða á morgun laugardaginn 30.maí kl. 14 í Þórshafnarkirkju.

Að þeim loknum verður foreldrafélag grunnskólans með kaffisölu í félagsheimilinu Þórsveri. Ágóði þeirra sölu rennur til kaupa á útileiktækjum á skólalóð grunnskólans.

Á sama tíma er opin handavinnusýning í grunnskólanum þar sem sjá má afrakstur vetrarins.

Allir hjartanlega velkomnir.

Háskólalestin á Þórshöfn

Haskolalestin_þorshofn_netÁ föstudag og laugardag nk mun Háskólalestin koma í Langanesbyggð. Á föstudag munu nemendur í 5.-10.bekk úr Grunnskólanum á Þórshöfn og Grunnskólanum á Bakkfirði sækja sex námskeið hjá lestinni í eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, japönsku, stjörnufræði og vindorku og vindmyllum.

Á laugardag býður síðan Háskólalestin öllum íbúum til Vísindaveislu í Þórsveri.

Þetta er viðburður sem vert er að líta á – enginn aðgangseyrir – allir velkomnir.

Innritun nýrra nemenda

CollageNokiaImageSDK_675a210a-2a3d-4834-99a6-5fa482e1a9eeÍ dag fór innritun nýrra nemenda fram í Grunnskólanum á Þórshöfn og hér mætti glaður hópur sem innritaðist í 1.bekk fyrir skólaáríð 2015-2016.

Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að starfa með þeim næstu tíu árin.

Fermingarbörnum færðar gjafir

v__bd551Líkt og síðast liðin ár færði Sparisjóður Norðurlands, nú á dögunum, fermingarbörnum okkar vasareikni að gjöf. Vasareiknirinn nýtist þeim vel í því krefjandi stærðfræði námi sem þau munu taka sér fyrir hendur á næstu árum.

Þökkum við Sparisjóði Norðurlands kærlega fyrir stuðninginn.

Varðandi leyfi frá skóla

Foreldrar og forráðamenn skulu snúa sér til umsjónarkennara varðandi leyfi.

IMG_6560
Leyfi í 1-2 daga veitir umsjónarkennari en séu leyfi 3 dagar eða meira þarf umsjónarkennari að vísa málinu til skólastjóra og þeir afgreiða beiðnina í sameiningu.

Séu nemendur í leyfi er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn sjái til þess að nemandi sinni námi sínu, bæði heimanámi sem og því námi sem hann missir af í skólanum, á meðan á leyfinu stendur.

Meðfylgjandi er eyðublað sem fylla þarf út og afhenda umsjónarkennara.