1. Foreldrakönnun Skólapúlsins febrúar 2015

Niðurstöður úr líðana og samskipta hlutanum: Líðan og einelti

rauðanes

Í könnun Skólapúlsins voru foreldrar spurðir út hvernig þeir teldu að barni sínu liði í skólanum. Svör foreldra sýna okkur að þeir telji að líðan nemenda skólans sé að batna en því miður telja þeir sumir hana ekki vera nægilega góða og er Grunnskólinn á Þórshöfn undir landsmeðaltal í þessum þætti eins og sjá má á eftirfarandi myndum sem sýna hlutfall svara foreldra miðað við landsmeðaltal.

Myndin hér að neðan sýnir röðun á landsvísu, Grunnskólinn á Þórshöfn er græni depillinn en meðaltalið er rauða línan. Hér er sem sagt gott að vera fyrir ofan línuna, þar sem líðan mælist best. 86,7% foreldra telja að barninu síni líði vel í skólanum. Fleiri foreldrar drengja en stúlkna,  telja að þeim líði almennt illa í skólanum.Líðan nemenda í skólanum að mati foreldra

Á myndinni hér fyrir neðan sjá samanburð Grunnskólans á Þórshöfn á milli ára, en þessi mynd sýnir að foreldrar telja að líðan barna sinna í skólanum sé almennt að batna. Græna línan sýnir Grunnskólann á Þórshöfn.

Líðan nemenda í skólanum að mati foreldra ársmeðaltöl

Einn mikilvægur þáttur í velferð og líðan barna er tíðni eineltis í skólum, en því miður mælist það nú meira en á síðustu tveimur árum, þegar litið er til svara foreldra. Mikilvægt er með öllum mögulegum ráðum að ráðast að rótum þess mikla vanda sem einelti er, og við sem samfélag verðum að kveða þann draug niður! Við líðum ekki einelti, hvergi. Mikil aukning er á milli ára í einelti að mati foreldra og mælist það nokkuð jafnt hjá öllum árgöngum, en drengir eru umtalsvert fleiri í hópi þolenda en stúlkur. Foreldrar eru almennt séð ekki ánægðir með úrvinnslu skólans á eineltismálum og er það þáttur sem starfsmenn Grunnskólans á Þórshöfn þurfa að bregðast við.

Við hvetjum foreldra til þess að tilkynna allan grun um einelti svo við getum brugðist við og koma einnig til okkar öllum þeim ábendingum sem þeir telja að geti orðið okkur til gagns í baráttunni. Það er einnig mikilvægt að við bregðumst öll við alls staðar! Allt einelti þarf að tilkynna svo hægt sé að virkja eineltisáætlun skólans. Öfugt við myndina hér á undan – þá viljum við vera fyrir neðan strikið – og þangað stefnum við! Einelti er ólíðandi!

Umfang eineltis í skólanum að mati foreldraUmfang eineltis í skólanum að mati foreldra ársmeðaltöl

Endilega kynnið ykkur efni frá málþingi sem finna má á vef Náum áttum. Félagsskapurinn hélt málþing um einelti, þar sem Vanda Sigurgeirssdóttir, Páll Óskar og margir fleiri fluttu afar áhugaverð innlegg. Gefum okkur tíma – fræðumst og lærum hvernig við sem samfélag getum tekið á þessu meini og helst útrýmt því.

http://www.naumattum.is/page/n8_forsida&detail=14245

Ferli eineltismála í Grunnskólanum á Þórshöfn er þetta:

ferli eineltismála

Tilkynning um einelti_eyðublað