Góður styrkur úr Sprotasjóði

IMG_1557Grunnskólinn á Þórshöfn hefur hlotið góðan styrk úr Sprotastjóði í þróunarverkefni sem hefst næsta haust við skólann og ber heitið: Lýðræði, þátttaka og hlutdeild allra í skólastarfi Grunnskólans á Þórshöfn.

Markmið verkefnisins er að skólastarfið endurspegli það fjölmenningarlega samfélag sem skólinn á rætur sínar í. Við viljum gera menningu allra nemenda okkar sýnilega og námskrá skólans taki mið af henni og hún sé hluti af starfsháttum okkar og hluti af öllu  foreldrasamstarfi. Við viljum efla samstarf við tvítyngda foreldra og styðja þá betur til virkrar þátttöku í öllu skólastarfi. Markmiðið er einnig að vinna að því að efla skólamenninguna með virkri hlutdeild allra og auka lýðræðislega aðkomu skólasamfélagsins að skólastarfinu.

Grunnskólinn á Þórshöfn hefur unnið markvisst að skólaþróun á síðast liðnum þremur árum og hefur meðal annars unnið að þróunarverkefni um breytta kennsluhætti, námskrárgerð og ART (Anger Replacement Training). Þessi verkefni hafa öll skilað okkur góðum grunni sem gott er að byggja á. Það er áreiðanlegt að hið nýja verkefni sem við ráðumst í næst komandi haust mun gera slíkt hið sama og styrkurinn stuðlar sannarlega enn frekar að því að vel takist til.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s