Háskólalestin á Þórshöfn – takið 22. og 23. maí frá! Einstakt tækifæri

Allir
Háskólalestin og Háskóli unga fólksins á ferð um landið

Grunnskólanemum boðið á námskeið í Háskóla unga fólksins

Háskóli unga fólksins (HUF) hefur verið starfræktur á vegum Háskóla Íslands frá árinu 2004 og notið mikilla vinsælda. HUF hefur undanfarin þrjú ár verið á faraldsfæti í svokallaðri Háskólalest sem heimsótt hefur yfir tuttugu áfangastaði á landinu. Hefur lestin alls staðar hlotið einstakar viðtökur og mikil ánægja verið með dagskrána.

Í maí 2015 heldur lestin aftur af stað og er stefnt á fjóra áfangastaði þar sem nemendum grunnskóla býðst að sækja námskeið í HUF. En Háskólalestin verður á Þórshöfn 22. og 23. maí.

Valin námskeið Háskóla unga fólksins verða í boði í grunnskóla hvers staðar. Námskeiðin eru ætluð 12 til 16 ára nemendum, þ.e. 6. – 10.bekk, en það fer líka eftir nemendafjölda og aðstæðum hvers skóla hve margir árgangar geta tekið þátt.

Hver nemandi getur sótt samtals þrjú námskeið að eigin vali en hvert námskeið er 2 x 45 mínútur að lengd. Öll námskeiðin í boði (samtals 8 námskeið) eru kennd samhliða og endurtekin þrisvar sinnum í gegnum skóladaginn.

Hámarksfjöldi nemenda á þessum degi er um 135, sum námskeið rúma 12 nemendur
en önnur allt að 20.

Heimsókn Háskólalestarinnar og námskeiðin í Háskóla unga fólksins eru skólum og nemendum að kostnaðarlausu.

Heimsóknin er sett saman úr tveggja daga dagskrá, þ.e. föstudag fyrir grunnskólanema (HUF) og laugardag fyrir alla heimamenn (Vísindaveisla).
Vísindaveislan er viðburður fyrir alla fjölskylduna og alla aldurshópa. Þar eru margskonar sýnitilraunir, gagnvirk tæki og tól, stjörnuver og Sprengugengið landsfræga.

Meira:

http://ung.hi.is/haskolalestin

http://ung.hi.is/node/619