Nemendur í Langanesbyggð hæstir á samræmdu prófi í stærðfræði fyrir 4. árgang

numiconÞeir eru talnaglöggir 4. bekkingarnir í Grunnskólanum á Bakkafirði og Grunnskólanum á Þórshöfn. Í haust náðu  þeir þeim góða árangri að verða hæst á landsvísu á samræmdu prófi í stærðfræði. Við erum afskaplega stolt af þessum árangri og krökkunum okkar.

Samræmd próf eru tekin í upphafi vetrar í 4., 7. og 10. bekk og eru einkum notuð til þess að meta árangur á milli prófa hjá einstökum nemendum, samanburðar við aðra jafnaldra og sem vinnutæki kennara til að skoða og meta á hvað þurfi að leggja sérstaka áherslu hjá hverjum og einum. Þau eru hluti af matstækjum hvers skóla.

Árshátíðin 2015

Árshátíðin okkar tókst í alla staði mjög vel og sýnd voru leikrit og einnig var Tónlistarskólinn með góð innlegg í þá fínu dagskrá sem boðið var upp á! Hér má finna  programm  hátíðarinnar.

Samlokusala á föstudaginn

imagesKrakkarnir í 10. bekk selja sínar mánaðarlegu samlokur á föstudaginn. Þau munu ganga á milli nemenda á morgun og taka niður pantanir. Ágóðinn af sölunni rennur í ferðasjóð þeirra sem m.a. var nýttur til Lundúnaferðar í haust.

Við minnum einnig á að á föstudaginn er sparinestisdagur!

Árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn

Æfing fyrir leikritið Gott kvöld.

Æfing fyrir leikritið Gott kvöld.

Á morgun rennur stóri dagurinn upp! Árshátíðin okkar verður haldin með pompi og prakt.

Dagskrá hefst stundvíslega klukkan 17:00 og gestir eru beðnir um að mæta tímanlega í sínu besta pússi.

Á dagskrá verða leikverk, tónlistarskólanemendur flytja okkur tónlist og í lokin býður starfsfólk skólans upp á vöfflur í tilefni dagsins.

Frá klukkan 20:00 verður ball fyrir 7. – 10. bekk sem stendur til 22:30 en þá tekur við frágangur og tiltekt.

Skóli verður samkvæmt stundaskrá á föstudaginn 27. mars en hann er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí.

Búningagerð er fyrirferðarmikil hjá 5. og 6. bekk, og stundum er gott að fá aðstoð þegar allt er að brenna inni á tíma.

Búningagerð er fyrirferðarmikil hjá 5. og 6. bekk, og stundum er gott að fá aðstoð þegar allt er að brenna inni á tíma.

Árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn 26. mars 2015

SONY DSC

Árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn verður haldin fimmtudaignn 26. mars, klukkan 17:00 í Félagsheimilinu Þórsveri.

Dagurinn er tvöfaldur dagur í skólastarfinu okkar og því mætum við öll syngjandi sæl og glöð!
Foreldrar, systkini, afar og ömmur, frændur og frænkur eru velkomin til okkar.

Aðgangur fyrir 16. – 67. ára er krónur 1000 og rennur til nemendafélagsins.

Búast má við að dagskráin og vöfflukaffið taki um 2 klukkustundir.

Skóli hefst skv. stundaskrá á föstudaginn. og lýkur á hefðbundnum tíma eftir hádegið.

Páskafrí hefst mánudaginn 30. mars.

7. apríl er starfsdagur í skólanum og nemendur mæta því í skólann eftir páskafrí, miðvikudaginn 8. apríl skv. stundaskrá.

Skólahópurinn frá leikskólanum í heimsókn

Ásdís og Margrét með 0. bekk, 1. bekk og 2.bekk.

Ásdís og Margrét með skólahópnum, 1. bekk og 2.bekk.

Þessa vikuna er verðandi 1.bekkur í heimsókn hjá okkur og fá að kynnast skólastarfinu. Þau eru í kennslustundum með 1. – 4. bekk og standa sig svo ljómandi vel. Það er tilhlökkunar efni að fá svo glaðan og kurteisan hóp til okkar í 1.bekk í haust.