Heimilisfræði á Bárunni

Nemendur okkar í 5. og 6. bekk fara í hverri viku niður á veitingastaðinn Báruna til Nik og nema þar hin ýmsu fræði um matreiðslu, mataræði og umgengni um mat og eldhús.

Um daginn voru þau að búa sér til eggja snittur og skreyttu þær svona líka fínt eins og sjá má á myndunum.

Á Báruna fer einnig heimilisfræði valhópur sem samanstendur af nemendum úr 7. – 10.bekk en nú í vikunni munu þau bjóða foreldrum og aðstandendum í fínt matarboð á Báruna.
10961731_932319566824326_1596850091_n 10966500_932319593490990_162860973_n 10968246_932319640157652_1046881456_n