Lífshlaupið og Grunnskólinn á Þórshöfn

LífshlaupiðNú hefur Lífshlaupið rennt sér af stað enn eitt árið og við höfum skráð okkur til leiks. Börn við Grunnskólann á Þórshöfn hreyfa sig alla jafna, jafn mikið eða nokkru meira en jafnaldrar þeirra á landsvísu en þau borða heldur óhollari mat, þ.e.a.s. fá sér oftar gos, sælgæti og skyndirétti en aðrir krakkar á landsvísu, samkvæmt niðurstöðum Skólapúlsins frá því núna í haust. Það ætti því að vera lítill vandi fyrir krakkana hér að hreyfa sig í 60 mínútur alls daglega.

Það er ekki bara unga fólkið sem hefur gott af hreyfingu, öðru nær. Hinir fullorðnu þurfa þess ekki síður, og þeim gefst einnig kostur á að vera með í Lífshlaupinu.

Ávinningurinn er mikill og vinnustaðir, sem stuðla að reglulegri hreyfingu starfsfólks,eru einnig líklegir til að uppskera:

• þrekmeira og heilsuhraustara starfsfólk,
• bætt samskipti og aukna starfsánægju,
• betri starfsanda og öflugri liðsheild,
• fækkun veikindadaga og færri slys,
• minni starfsmannaveltu,
• meiri framleiðni,
• jákvæðari ímynd.
Mælt er með 30 mínútna hreyfingu fullorðinna en 60 mínútum fyrir grunnskólabörn. Hreyfingin þarf ekki að vera samfelld.

Hér má lesa um hreyfingu í grunnskólum, bækling frá Lýðheilsustöð.

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item12220/Handbok-um-hreyfingu_net_allt.pdf

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s