Góður samtalsdagur að baki

012Þriðjudaginn 3. febrúar var samtalsdagur hjá okkur hér í skólanum. Þá koma nemendur og foreldrar þeirra í skólann og hitta umsjónarkennarana sína og annað  starfsfólk skólans óski þeir þess (tenglar eru frá Heimili og skóla)

Þetta var í alla staði góður dagur; Mæting foreldra var í alla staði frábær og fylgdi þeim góður andblær í skólann okkar.

Námsmatið okkar er einstaklingsmiðað og byggt á leiðsögn, þannig að það nýtist nemendum okkar í næstu verkefnum þeirra ásamt því að segja hvernig hefur gengið í vetur.

Starfsfólk skólans þakkar fyrir sig við vonumst til að samtölin verði gott veganesti í ferðinni um menntaveginn.

 

Hér má kynna sér Foreldrabanka Heimilis og skóla en þar má kynna sér flest það sem viðkemur foreldrastarfi og skóla.

Dagskrá tileinkuð Línu og Astrid

Opið hús verður í bókasafninu miðvikudaginn 4. febrúar frá kl. 17:00 -18:00. Nemendur úr grunn- og tónlistarskólanum kynna barnabókarithöfundinn Astrid Lindgren með upplestri og hljóðfæraleik. Leikin verða sönglög um Línu Langsokk og nemendur lesa brot úr bókum Astridar ásamt því að kynna höfundinn sjálfan í stuttu máli. Í dagskrárlok er boðið upp á kaffi og kökur á neðri hæðinni.
Allir velkomnir,Fjölmennum í bókasafnið á 2. hæð íþróttamiðstöðvarinnar!

bókarkápa 767207astrid-lindgren-astridlindgren