Öskudagsball kl. 15 í Þórsver

Öskudagur 3.-4. bekkur 2012-2013Foreldrafélög grunnskólans og leikskólans heldur Öskudagsball í Þórsveri á morgun kl 15. Kötturinn verður að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni og skemmtileg tónlist til að dansa við. Etv skellum við okkur í léttan marz líka!
Foreldrafélag GÞ verður með pylsur og safa/kókómjólk til sölu á kr. 500 á staðnum sem fjáröflun fyrir útileiktækjum.
Vonandi sjáum við sem flesta í búningum.
Allir velkomnir

1 1 2 dagurinn í Grunnskólanum á Þórshöfn

Logo_112dagurinn_anartals11.2 munu slökkviliðið, heilsugæslan, sjúkrabíll, björgunarsveit og lögreglan koma í heimsókn í skólann í tilefni 112 dagsins.

Skipulag dagsins verður :

  1. 10.30 1.- 4.bekkur
  2. 10:50 5. – 6. bekkur
  3. 11:20 7. – 10. bekkur

Að loknu spjalli við alla hópa verður rýmingaráætlun virkjuð.

Þ.e. að kveikt verður á brunakerfi og allir kennarar fara með sínum hópum út á safnsvæði (sparkvöll).

Að því loknu mun slökkviliðið yfirfara að allir séu komnir út úr skólanum og nemendur fara í hádegismat.

180

Heimilisfræði á Bárunni

Nemendur okkar í 5. og 6. bekk fara í hverri viku niður á veitingastaðinn Báruna til Nik og nema þar hin ýmsu fræði um matreiðslu, mataræði og umgengni um mat og eldhús.

Um daginn voru þau að búa sér til eggja snittur og skreyttu þær svona líka fínt eins og sjá má á myndunum.

Á Báruna fer einnig heimilisfræði valhópur sem samanstendur af nemendum úr 7. – 10.bekk en nú í vikunni munu þau bjóða foreldrum og aðstandendum í fínt matarboð á Báruna.
10961731_932319566824326_1596850091_n 10966500_932319593490990_162860973_n 10968246_932319640157652_1046881456_n

Þorrablót skólans á fimmtudag

þorrablotÞorrablót skólans verður á fimmtudaginn kemur 12. febrúar í Þórsveri. Dagskrá hefst klukkan 17:00 með stuttum skemmtiatriðum þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skemmtir sér og öðrum saman.

Samkaup hefur beðið um að viðskiptavinir láti vita ef þeir hafa áhuga á því að kaupa þorramat þar, best væri að það væri gert í upphafi vikunnar svo tóm gefist til að panta kræsingarnar.

Lífshlaupið og Grunnskólinn á Þórshöfn

LífshlaupiðNú hefur Lífshlaupið rennt sér af stað enn eitt árið og við höfum skráð okkur til leiks. Börn við Grunnskólann á Þórshöfn hreyfa sig alla jafna, jafn mikið eða nokkru meira en jafnaldrar þeirra á landsvísu en þau borða heldur óhollari mat, þ.e.a.s. fá sér oftar gos, sælgæti og skyndirétti en aðrir krakkar á landsvísu, samkvæmt niðurstöðum Skólapúlsins frá því núna í haust. Það ætti því að vera lítill vandi fyrir krakkana hér að hreyfa sig í 60 mínútur alls daglega.

Það er ekki bara unga fólkið sem hefur gott af hreyfingu, öðru nær. Hinir fullorðnu þurfa þess ekki síður, og þeim gefst einnig kostur á að vera með í Lífshlaupinu.

Ávinningurinn er mikill og vinnustaðir, sem stuðla að reglulegri hreyfingu starfsfólks,eru einnig líklegir til að uppskera:

• þrekmeira og heilsuhraustara starfsfólk,
• bætt samskipti og aukna starfsánægju,
• betri starfsanda og öflugri liðsheild,
• fækkun veikindadaga og færri slys,
• minni starfsmannaveltu,
• meiri framleiðni,
• jákvæðari ímynd.
Mælt er með 30 mínútna hreyfingu fullorðinna en 60 mínútum fyrir grunnskólabörn. Hreyfingin þarf ekki að vera samfelld.

Hér má lesa um hreyfingu í grunnskólum, bækling frá Lýðheilsustöð.

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item12220/Handbok-um-hreyfingu_net_allt.pdf

Góður samtalsdagur að baki

012Þriðjudaginn 3. febrúar var samtalsdagur hjá okkur hér í skólanum. Þá koma nemendur og foreldrar þeirra í skólann og hitta umsjónarkennarana sína og annað  starfsfólk skólans óski þeir þess (tenglar eru frá Heimili og skóla)

Þetta var í alla staði góður dagur; Mæting foreldra var í alla staði frábær og fylgdi þeim góður andblær í skólann okkar.

Námsmatið okkar er einstaklingsmiðað og byggt á leiðsögn, þannig að það nýtist nemendum okkar í næstu verkefnum þeirra ásamt því að segja hvernig hefur gengið í vetur.

Starfsfólk skólans þakkar fyrir sig við vonumst til að samtölin verði gott veganesti í ferðinni um menntaveginn.

 

Hér má kynna sér Foreldrabanka Heimilis og skóla en þar má kynna sér flest það sem viðkemur foreldrastarfi og skóla.