Samtalsdagur þriðjudaginn 3. febrúar – uppfært

Heil og sæl! Nú er komið að vetrarsamtalsdeginum okkar og foreldrar eru beðnir um að skrá sig í gegnum Mentor eins og undanfarin samtöl. Nemendur og foreldrar koma saman og hvert samtal er áætlað í 20 mínútur. Gott er að gefa sér tíma á milli samtala ef um systkini er að ræða, þannig að samtölin liggi ekki alveg saman. Þannig er minni hætta á því að tímasettið fari úr skorðum, því fólk verður að gefa sér tíma í að fara á milli stofa og slíkt. Við látum hér fylgja með upplýsingar frá mentor, hvernig farið er að við skráningar í samtölin. Námsmatsmöppurnar fara vonandi flestar heim á morgun föstudag, þær sem ekki verða tilbúnar fara því miður ekki heim fyrr en á mánudag. MIkilvægt er að gefa sér góðan tíma til þess að fara yfir námsmatið því þar er að finna miklar og margvíslegar upplýsingar um námsframvindu nemenda. http://youtu.be/lLHx3ngQD6g