Samtalsdagur þriðjudaginn 3. febrúar – uppfært

Heil og sæl! Nú er komið að vetrarsamtalsdeginum okkar og foreldrar eru beðnir um að skrá sig í gegnum Mentor eins og undanfarin samtöl. Nemendur og foreldrar koma saman og hvert samtal er áætlað í 20 mínútur. Gott er að gefa sér tíma á milli samtala ef um systkini er að ræða, þannig að samtölin liggi ekki alveg saman. Þannig er minni hætta á því að tímasettið fari úr skorðum, því fólk verður að gefa sér tíma í að fara á milli stofa og slíkt. Við látum hér fylgja með upplýsingar frá mentor, hvernig farið er að við skráningar í samtölin. Námsmatsmöppurnar fara vonandi flestar heim á morgun föstudag, þær sem ekki verða tilbúnar fara því miður ekki heim fyrr en á mánudag. MIkilvægt er að gefa sér góðan tíma til þess að fara yfir námsmatið því þar er að finna miklar og margvíslegar upplýsingar um námsframvindu nemenda. http://youtu.be/lLHx3ngQD6g

Fólk á ferð

nordplus

Feður fylgja úr hlaði.

Fimm nemendur okkar auk þeirra Vilborgar, Hönnu Maríu og Niks eru nú lent í Riga, en þeirra bíða nú ævintýri á vegum Nord Plus. Á móti þeim hafa vafalítið tekið þær Anna María okkar og Loona.

Þeirra er svo að vænta til baka eftir tvær vikur eða svo!

Góða skemmtun og megi ferðalagið ganga sem best!

Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir starfsfólki til starfa við afleysingar

090

Lykilorð okkar í Grunnskólanum á Þórshöfn eru vinsemd, virðing, vellíðan og virkni. Við leggjum rækt við þessi gildi og leitumst við að laga skólastarfið að þeim. Starfsfólk skólans hefur sinnt fjölbreyttu þróunarstarfi á liðnum árum og leggur áherslu á virkni og hlutdeild allra í skólastarfinu. Megináhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, eflingu læsis, félagsfærni (ART) og samvinnu.

Áhugi á lifandi starfi með börnum og fullorðnum er skilyrði og góð færni í samskiptum er öllum þeim nauðsynleg sem starfa við grunnskólann.

 

Við leitum að:

Starfsmanni sem vinnur með nemendum og kennurum á eldra stigi skólans auk þess sem hann sinnir gæslu í frímínútum og hádegi og sinnir öðrum þeim verkefnum sem honum eru falin og heyra undir verksvið hans. Vinnutími er frá 7:30 – 15:30. Nánari starfslýsingu má nálgast hjá skólastjóra. Um er að ræða starf til 1. apríl 2015.

 

Íþróttakennara í afleysingar frá 15. janúar til 15. febrúar og eftir páska fram til 8. júní 2015.

 

Við óskum eftir umsjónarkennara í 1. og 2. árgangi sem er hluti af kennsluteymi 1.–4. árgangs.  Viðkomandi skal hafa kennsluréttindi í grunnskóla. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 8. júní 2015.

Einnig vantar við skólann sérkennara í 50% starf.

 

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2015

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 852 6264 eða á netfangið ingveldur@thorshafnarskoli.is

 

Ingveldur Eiríksdóttir

skólastjóri