Nú er úti veður vott, verður allt að klessu

Ekki fær hann Grímur gott

að gifta sig í þessu.

En vísast hefur nú Grímur haldið sínu striki og gifst sinni heittelskuðu, því það er jú það sem við Íslendingar þurfum að gera; láta ekki veðrið hamla okkur um of.

Nú er aftaka veður og ekki er spáin fyrir morgundaginn, mánudag mikið skárri.

Að öllu óbreyttu verður skóilnn opinn á morgun og starfssemi þar innan dyra. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að meta það hvort börn þeirra komi í skólann með hliðsjón af færð og veðri. Séu götur vel færar og foreldrar á ferðinni er eðlilegt að börnin komi í skólann.

Mæti nemendur EKKI í skólann eða komi seinna eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að tilkynna það fyrir klukkan 8:00 í síma 852 4878 og 852 0412

Falli skólahald niður á morgun, verða send sms þess efnis í fyrramálið.