Skyndihjálparkynning í boði Rauða kross Íslands

Á 90. ára afmælisdegi Rauða Kross Íslands, 10.desember, fengu allir nemendur Grunnskólans á Þórshöfn thumbskyndihjálparkynningu í boði afmælisbarnsins.

Í bréfi frá RKÍ segir:

Ókeypis skyndihjálparkynning frá Rauða krossinum

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli félagsins um þessar mundir.  Af því tilefni hefur verið blásið til sóknar í kynningu á skyndihjálp, einu elsta og mikilvægasta verkefni félagsins. Á afmælisárinu hefur verið útbúið ýmiskonar fræðsluefni sem þjóðin fær að gjöf frá félaginu í þeim tilgangi að efla kunnáttu landsmanna í skyndihjálp og bjarga þannig mannslífum.

Eitt stærsta verkefni ársins er að bjóða öllum nemendum í grunnskólum landsins upp á stutta skyndihjálparkynningu þar sem farið verður í hvernig  beita má endurlífgun, losa aðskotahluti úr öndunarvegi, stöðva blæðingu og kæla bruna. Ef vel tekst til fá um 44.000 börn tækifæri til að læra þessi mikilvægustu atriði skyndihjálpar og fara síða heim til ættingja og vina með boðskapinn.

Deildir Rauða krossins um allt land sinna skólaheimsóknunum en búið er að útbúa um hálftíma kynningu fyrir heimsóknirnar. Kynningin inniheldur glærusýningu, kynningarmyndband um skyndihjálparappið og myndband/teiknimynd við Skyndihjálparlagið.“

Grunnskólinn þakkar RKÍ kærlega fyrir þessa kynningu og óskar honum um leið til hamingju með afmælið og megi honum farnast vel í sínu frábæra starfi í framtíðinni.

Á myndunum má sjá nemendur úr 5. og 6. bekk prófa hjartahnoð á þar til gerðum dúkkum sem Kristján Ingi kom með á kynninguna.

20141210_103540 20141210_103548 20141210_103606 20141210_103613