Skapandi skólastarf á jólastöðvum fimmtudag og föstudag

cropped-jolaverkstaedi.jpg

Á fimmtudag og föstudag verður skapandi skólastarf í hávegum haft hér í skólanum.

Þá verða jólastöðvarnar og fjölbreytt verkefni í boði.

Á föstudag verður tvöfaldur dagur þannig að nemendur verða áfram í skólanum til klukkan 17:00 og taka á móti foreldrum sínum, sysktkinum, ömmum, öfum og öðrum þeim sem hafa áhuga á því að koma í skólann og sýna þeim afrakstur þessara jólastöðva.

Gestum verður boðið upp á kaffi, kakó með rjóma og nemendur koma með smákökur að heiman til að gæða sér á (eða kex úr búiðinni).

Á jólastöðvum verða fjölbreytt verkefni og vonandi finna allir nemendur eitthvað við sitt hæfi.

Hér má finna þau verkefni sem verða í boði þessa daga – ath að ekki er endilega um myndir af því sem verður nákvæmlega gert – heldur einingus vísbeningar!

ATH: Allir nemendur þurfa að koma með hvíta sokka með sér í skólann og e.t.v. mislitan eða mynstraðan einstæðing til að skreyta og lífga upp á snjókarlana (sjá myndir).

Með von um góða mætingu á föstudaginn og ljúfar stundir á jólastöðvunum (en fólk er einnig velkomið á meðan á vinnustöðvunum stendur).

Eldra stig á Bakkafirði verður með báða dagana og heimferð er klukkan 14:00 hjá þeim báða dagana en þá lýkur skólanum þessa daga.

Jólakveðjur, starfsfólk skólans

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s