Skapandi skólastarf á jólastöðvum fimmtudag og föstudag

cropped-jolaverkstaedi.jpg

Á fimmtudag og föstudag verður skapandi skólastarf í hávegum haft hér í skólanum.

Þá verða jólastöðvarnar og fjölbreytt verkefni í boði.

Á föstudag verður tvöfaldur dagur þannig að nemendur verða áfram í skólanum til klukkan 17:00 og taka á móti foreldrum sínum, sysktkinum, ömmum, öfum og öðrum þeim sem hafa áhuga á því að koma í skólann og sýna þeim afrakstur þessara jólastöðva.

Gestum verður boðið upp á kaffi, kakó með rjóma og nemendur koma með smákökur að heiman til að gæða sér á (eða kex úr búiðinni).

Á jólastöðvum verða fjölbreytt verkefni og vonandi finna allir nemendur eitthvað við sitt hæfi.

Hér má finna þau verkefni sem verða í boði þessa daga – ath að ekki er endilega um myndir af því sem verður nákvæmlega gert – heldur einingus vísbeningar!

ATH: Allir nemendur þurfa að koma með hvíta sokka með sér í skólann og e.t.v. mislitan eða mynstraðan einstæðing til að skreyta og lífga upp á snjókarlana (sjá myndir).

Með von um góða mætingu á föstudaginn og ljúfar stundir á jólastöðvunum (en fólk er einnig velkomið á meðan á vinnustöðvunum stendur).

Eldra stig á Bakkafirði verður með báða dagana og heimferð er klukkan 14:00 hjá þeim báða dagana en þá lýkur skólanum þessa daga.

Jólakveðjur, starfsfólk skólans

Breytingar á skóladagatali

Grunnskólinn á Þörshöfn hefur breytt skóladagatali sínu að undangengnu samþykki Fræðslunefndar, þannig:

Föstudagurinn 5. desember verður tvöfaldur dagur þar sem foreldrum verður boðið í skólann klukkan 14:30 – 17:00 til þess að eiga notalega stund, skoða afurðir skapandi starfs á jólastöðvunum sem eru nú á fimmtudag og föstudag.

Í boði verður kaffi, kakó með rjóma og mega nemendur koma með smákökur til að drekka seinni partinn á föstudaginn. Sannkölluð kaffihúsastemmning verður í skólanum og vonandi eigum við öll eftir að njóta samverunnar!

Vegna þess að 5. des er nú orðinn tvöfaldur dagur, sem merkir að nemendur verða að mæta og vera viðstaddir allan daginn, verður ekki kennsla þann 19. des og hefst því jólafrí eftir litlu jólin og hádegisverð þann 18. desember.

Við í skólanum vonumst til þess að fólk verð ánægt með þetta fyrirkomulag og njóti frísins með börnum sínum.
IMG_3667

Jólasveinar á ferð með jólapappír

Í dag munu dugnaðarforkarnir í 5. og 6. bekk ganga í hús á Þórshöfn og líta við á nokkrum bæjum í Þistilfirði og selja jólapappír sem rennur í ferðasjóð þeirra í vor. Pakkningin kostar 2000 kr. og þar af rennur 1000 krónur til þeirra. Við vonumst til að vel verði tekið á móti krökkunum og ef þið viljið kaupa væri ósköp gott að hafa lausan pening við höndina.
Búast má við krökkunum frá 18:30 – 20:00

Bestu kveðjur, jólasveinarnir í 5. og 6. bekk5. og 6. bekkur á degi íslenskrar tungu