Ljóð dagsins

Hestur og vatn
Hesturinn rauði skynjar
hin skærhvítu geislabrot
árinnar sem glóir
í gegnum fætur hans á vaðinu.

Og hestinum finnst
að hann fljúgi! árblikið
spretti svanvængjað
út úr síðum hans báðum.

En lyftist ekki til flugs.
Fáskrúðugur bakkinn
er stutt undan.
Hann veður
vatnið og upp á þurrt.

Drepur tönnum í gras.
Geislarnir fjara
votir
út úr vængjalausum síðunum.

Heimilisfræðivalið býður í mat

bodForeldrar og kennarar duttu aldeilis í lukkupottinn í gær, en þá bauð heimilisfræðivalið okkur í mat á Bárunni. Þar var dásemdar matur í boði, hugguleg stund í góðum félagsskap.

Í forrétt var sveppasúpa, þá pastaréttur með kjötsósu og brauði og að lokum dásemdar súkkulaðikaka með rjóma og kaffi með!

Krakkarnir þjónuðu til borðs og stóðu sig frábærlega undir styrkri stjórn Niks sem hefur leiðbeint þeim í haust við matseld og annað sem tengist öðru heimilisvafstri.

Takk fyrir okkur þetta var alveg frábær!