Frjálst nesti og samlokusala

Við minnum á fjáröflun 10. bekkjar á föstudaginn en þá selja þeir samlokur og svala í kaffitímanum á litlar krónur 700. Þau munu ganga í bekki á morgun og taka niður pantanir, ekki gleyma að koma svo með pening á föstudaginn 🙂

Á föstudaginn er einnig sparinesti! Húrra!

Mötuneyti, ávextir og mjólk

Matur er mannsins megin

samloka

Jólapappírssala 5. og 6. árgangs um mánaðarmótin

jolapappirNú um mánaðarmótin ætla nemendur í 5. og 6. árgangi að selja jólapappír og mun hagnaðurinn renna í ferðasjóð nemenda en markmiðið er að fara í skemmtilega náms og skólaferð í vor.

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja krakkana eru hvattir til þess að geyma jólapappírskaupin þangað til! Pakkningarnar kosta 2000 krónur, með fjórum rúllum í, böndum og slaufum,

með fyrirfram þökk, krakkarnir í 5. og 6. bekk og Ingveldur.

Gleðikrukkan okkar

image

Þetta er gleðikrukka nemenda í 5. og 6. bekk. Í hana setja þau miða með orðum og gjörðum sem gleðja þau. Í lok tíma eða dags eru miðar dregnir upp og af þeim er lesið! Og það er svo skemmtilegt að það er næstum ekki hægt að hætta. Því gleðin gefur af sér gleði og hver vill ekki vera glaður?