Hrekkjavakan hafin á Þórshöfn

hrekkjaEkki er ráð nema í tíma sé tekið! Í dag stendur nemendafélagið okkar fyrir skemmtun í Þórsveri fyrir alla nemendur skólans. 1. – 4. árgangur mætir klukkan 3:00 en eldri nemendur skólans mæta klukkan 20:00 og stendur skemmtunin til 22:00 í kvöld.

Nemendafélagið hvetur alla til þess að koma og hafa gaman en aðgangseyrir er krónur 500.

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg 1. maí hvers árs, en árið 834 var dagsetning hennar færð yfir á 1. nóvember, fyrst og fremst vegna þess að henni var ætlað að koma í staðinn fyrir ýmsar mikilvægar heiðnar hátíðir sem haldnar voru á sama tíma.

Hér má lesa meira um hrekkjavökuna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s