Foreldrafélag Grunnskólans býður í leikhús, miðvikudaginn 15.október kl 8:30 í Þórsveri.

Leiksýningin Langafi prakkari er á efa vinsælasta sýning Möguleikhússins frá upphafi, en verkið hefur nú verið sýnt um 300 sinnum frá því það var frumsýnt árið 1999. Nú heldur Möguleikhúsið enn af stað með sýninguna til að gefa nýrri kyFeatured imagenslóð barna kost á að hitta Langafann uppátækjasama ásamt stelpuskottinu henni Önnu.
Sýningin byggir á sögum Sigrúnar Eldjárns um Langafa prakkara sem hafa um árabil notið mikilla vinsælda meðal yngstu lesendanna. Í þessari leikgerð er stuðst við bækurnar Langafi drullumallar og Langafi prakkari.

Í leikritinu segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar. Þó langafi sé blindur og gamall er hann alltaf tilbúinn að taka þátt í einhverjum skemmtilegum uppátækjum með Önnu litlu. Hann passar hana alltaf á daginn þegar pabbi hennar og mamma eru í vinnunni. Þá hefur hann nægan tíma til að sinna henni og þau gera ýmislegt skemmtilegt saman. Þau skoða mannlífið, baka drullukökur, veiða langömmur og fleira.
Þetta er enginn venjulegur langafi …

Langafi og Anna eru leikin af þeim Pétri Eggerz og Rósu Ásgeirsdóttur, leikstjóri Pétur Eggerz, búninga gerir Katrín Þorvaldsdóttir, leikmynd er eftir leikhópinn og tónlist er gerði Vilhjálmur Guðjónsson.

Allir velkomnir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s