Lestur er bestur!

lestur-er-bestur-i-litÍ haust hefur verið unnið mikið og gott starf hér í skólanum í Læsi. Lestrarfjelagið er enn starfandi þar sem nemendur í 1. – 10. bekk fá aukinn lestur á meðal jafningja tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Að auki lesa nemendur hjá stuðningsfulltrúm og kennurunum sínum upphátt og ekki má heldur gleyma yndislestrinum sem er hér í skólanum í upphafi hvers dags, þegar því verður við komið. Mikil áhersla er sömuleiðis á að nemendur lesi heima.

Árangurinn lætur ekki á sér standa. Nemendur okkar hafa sýnt fádæma framfarir í lestri nú í haust og árangurinn er umtalsverður í langflestum tilfellum. Þetta er sérlega ánægjulegt því lestur er lykillinn að svo mörgu í námi og grunnurinn sem menntun stendur á!

Við erum afskaplega stolt af þessu góða starfi og árangrinum! Og við ætlum að halda áfram – við erum engan vegin hætt.

Þess má geta að 3. bekkur er hástökkvari haustsins og ekki langt á eftir honum kemur sjálfur 10. bekkur en þar hafa orðið miklar framfarir í lestri!

Bara frábær

Hrekkjavakan hafin á Þórshöfn

hrekkjaEkki er ráð nema í tíma sé tekið! Í dag stendur nemendafélagið okkar fyrir skemmtun í Þórsveri fyrir alla nemendur skólans. 1. – 4. árgangur mætir klukkan 3:00 en eldri nemendur skólans mæta klukkan 20:00 og stendur skemmtunin til 22:00 í kvöld.

Nemendafélagið hvetur alla til þess að koma og hafa gaman en aðgangseyrir er krónur 500.

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg 1. maí hvers árs, en árið 834 var dagsetning hennar færð yfir á 1. nóvember, fyrst og fremst vegna þess að henni var ætlað að koma í staðinn fyrir ýmsar mikilvægar heiðnar hátíðir sem haldnar voru á sama tíma.

Hér má lesa meira um hrekkjavökuna.

Ofurhetjur á ferð!

hlaupÁ fimmtudaginn 23. október hlupu nemendur skólans í Norræna skólahlaupinu og eins og sjá má eru hér sannkallaðar ofurhetjur á ferð! Nemendur skólans hlupu 275 km en næstum 90% skólans tók þátt! Á eftir skelltu nemendur sér í bað og hvíldu þreytta vöðva í sundi!

Til hamingju með þetta krakkar!

Hér má lesa um Norræna skólahlaupið (af vef ÍSÍ)

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.

Markmið – með Norræna skólahlaupinu er leitast við að:

  • Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan

Keppni:

Með Norræna skólahlaupinu er keppt að því að sem flestir (helst allir) séu þátttakendur. Þeir skólar sem þess óska geta þó að eigin frumkvæði komið á keppni milli einstakra bekkja, t.d. hvaða bekkur hleypur flesta kílómetra miðað við fjölda nemenda. Einnig mætti koma á keppni milli skóla með svipuðum hætti. Hver skóli sendir ÍSÍ skilagrein um árangur sinn þar sem fram kemur hve margir tóku þátt í hlaupinu og hve langt hver þátttakandi hljóp.
Þátttakendur geta valið hve langt þeir hlaupa þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri og heildarúrslit  birt í fjölmiðlum og send út til skólanna. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Mjólkursamsalan, MS, hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og samstarfsaðili að þessu verkefni er Íþróttakennarafélag Íslands.
hlaup_gaman

Starfsfólk skólans nýtur leiðsagnar og deilir reynslu sinni á starfsdegi

lesturFöstudaginn 17. október var starfsdagur hjá GÞ. Slíkir dagar eru gjarnan nýttar til endurmenntunar en helstu áhersluþættirendurmenntunar síðustu ára eru kennslufræði í fjölbreyttum nemendahópi, læsi og félagsfærni.

Föstudagurinn var helgaður lestri og kennslu í fjölbreyttum nemendahópi og hann var sannarlega nýttur vel! Allt starfsfólk skólans sat námskeiðið en nokkrir fyrirlestrar voru haldnir, umræður voru líflegar og það sem var sérlega ánægjulegt, var að stuðningsfulltrúar fengu sérstakan sess í dagskránni, sinn fyrirlestur og umræðutíma á meðan kennarar skólans unnu að lestrarstefnunni.

Afar góður dagur sem endaði með starfsmannahittingi þar sem mikið var hlegið, dansað og dásamlegar veitingar snæddar.

Sannarlega uppbyggilegur dagur.

Norræna skólahlaupið og GÞ – ATH frestað til 23. okt

Norræna skólahlaupið verður haldið í Grunnskólanum á Þórshöfn þriðjudaginn 23. október

Allir nemendur skólans taka þátt. Markmiðið er að ná sem bestum sameiginlegum árangri, hlaupa sem flesta km. samtals.

1 – 6. bekkur getur valið um 2,5 og 5 km. hlaup (ákveða vegalengd á þriðjudag fyrir hlaup)

7 – 10. bekkur getur valið er um að hlaupa 2,5 km, 5 km, eða 10 km. (ákveða vegalengd á þriðjudag fyrir hlaup) Að hlaupi loknu verður boði uppá ískalt vatn og ávexti fyrir hlaupagarpa.

Endað svo á að allir fara í sundlaugina og mætt í kennslustund kl. 11.10.

Nemendur sem kjósa að nýta sér ekki sundferð færu í kennslustund á meðan.

Allir nemendur fá viðurkenningarskjal í kjölfarið af hlaupinu sem verður vonandi afhent í vikunni eftir hlaup.

Minnum foreldra á að minna börn sín að komi klædd við hæfi þennan dag og með sundföt.

Íþróttakveðja

Steini

Af vef ÍSÍ

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.

Markmið – með Norræna skólahlaupinu er leitast við að:

  • Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan

Keppni:

Með Norræna skólahlaupinu er keppt að því að sem flestir (helst allir) séu þátttakendur. Þeir skólar sem þess óska geta þó að eigin frumkvæði komið á keppni milli einstakra bekkja, t.d. hvaða bekkur hleypur flesta kílómetra miðað við fjölda nemenda. Einnig mætti koma á keppni milli skóla með svipuðum hætti. Hver skóli sendir ÍSÍ skilagrein um árangur sinn þar sem fram kemur hve margir tóku þátt í hlaupinu og hve langt hver þátttakandi hljóp.
Þátttakendur geta valið hve langt þeir hlaupa þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri og heildarúrslit  birt í fjölmiðlum og send út til skólanna. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Mjólkursamsalan, MS, hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og samstarfsaðili að þessu verkefni er Íþróttakennarafélag Íslands.