Stundaskrár nemenda má finna á Mentor 21. ágúst

GÞ er nú æ meira að innleiða Mentor og alla þá góðu kosti sem hann býður upp á í skólastarfinu, en þar er meðal annars að finna samskiptatorg en þar verður skóladagatal skólans að finna og í vetur mun kennarar í æ ríkari mæli setja kennsluáætlanir inn í Mentor sem og heimanámsáætlanir nemenda.

Stundaskrár eru tilbúnar en munu e.t.v. taka einhverjum breytingum í næstu viku og því hefur Mentor þann sið að opna ekki fyrir stundaskrárnar fyrr en rétt fyrir skólabyrjun.

Innkaup fyrir skólann

blýantar

Líkt og í fyrra mun skólinn bjóða upp á þá þjónustu að nemendur og foreldrar geti keypt öll helstu ritföng í gegnum skólann.

Búið er að panta svipað magn ritfanga og í fyrra og munu ritföngin bíða nemenda hér í skólanum þegar skóli hefst, í sérstökum hirslum merktum hverjum nemanda. Ritföngin verða í vörslu skólans og nemendur geta fengið ný ritföng þegar þá vantar.

Vilji foreldrar/forráðamenn EKKI nýta sér þessa þjónustu eru þeir beðnir um að afþakka þjónustuna á netfang ritara skólans; vilborg@thorshafnarskoli.is

Innheimta verður með sama sniði og í fyrra, eða í gegnum skrifstofu Langanesbyggðar.

Skólasetning Grunnskólans á Þórshöfn

þórshöfn_sv

Grunnskólinn á Þórshöfn verður settur klukkan 17:00 þann 22. ágúst í Þórshafnarkirkju. Verði veður með eindæmum dægilegt þá verðum við í Skrúðgarðinum okkar. Nemendur hitta svo umsjónarkennara sína í skólanum og á eftir mun Foreldrafélagið að venju bjóða upp á pylsur og farið verður í leiki.