Framkvæmdir í skólanum í sumar

Það heyrast hamarshögg og sagarhljóð hér í skólanum um þessar mundir. Jói og hans menn hafa hreinsað gömlu loftplöturnar niður úr tveimur stofum, sem nú heita Hóll og Grenjastaðir (vinnuherbergi starfsmanna og langa stofan sem var umsjónarstofa 7. og 8. bekkjar í vetur). Nú er verið að setja nýjar plötur í loftin. Mikil viðbrigði verða við þessar framkvæmdir og strax finnst munur á loftinu í skólanum! Einnig verða sett upp ný ljós. Við þetta mun vinnuaðstaða nemenda og starfsfólks batna til muna því þungt loft var í þessum tveimur stofum og ljósin afar hávær enda búin að þjóna sínu vel í 40 ár!

Þetta er mikið framfara skref og þakkarvert framtak!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s