Steintún og Selárdalur

1. – 5. árgangur fóru í góða ferð í dag! Þau skelltu sér í sund í Selárdal, þeirri miklu perlu Vopnfirðinga! Þá lá leiðin í Steintún en það er vel geymt leyndarmál Bakkfirðinga. Veðrið var undursamlegt, ferðafélagarnir nutu samvistanna og náttúran skartaði sínu fegursta!steintun steintun2 steintun3 steintun4 steintun5 steintun6 steintun7 steintun8

Svalbarðs-Móri og fleira

Mánudaginn 26. maí 2014 fóru 6.- 7.- og 8. bekk í göngu um Rauðanesið í Þistilfirði.Gangan var fyrsta verkefni vorferðalags krakkanna. Veðrið lék við hvurn sinn fingur og krakkarnir sem fæstir höfðu komið í Rauðanesið fyrr nutu ferðarinnar.

Um kvöldið var grill, varðeldur á miðnætti, sykurpúðar og draugagangur! Sem sagt ekkert slegið af!

Morguninn eftir var húslestur, þar sem lesið var upp úr bókinni Þistlar, fyrir valinu urðu sögurnar um Hvammsundrin og Sólveigu frá Svalbarði. Dásamlegt að sjá hvað allir sátu agndofa yfir lestrinum.

Ekki var slegið af heldur var land lagt undir fót á ný og stefnan tekin í Fjallalækjarsel. Ina var búin að útbúa ýmsar þrautir sem krakkarnir leystu á leiðinni. Tekið var á móti hópnum með heimabakkelsi, ávaxtasafa og kaffi. Þegar allir höfðu nært sig og fengið viðurkenningar frá Inu þá var haldið í fjárhúsin og heimsóttar voru bæði kindur og geitur. Niðurstaðan, lömb eru falleg, en kiðlingar eru krúttkögglar!

rauðanes rauðanes2 rauðanes3 rauðanes4 rauðanes5