Í sól og sumaryl – og nokkrum belgingi

…fara nemendur okkar vítt og breitt! 9. og 10. árgangur er í safnaferð á Akureyri. Þau fóru í gær og koma heim í kvöld!

Þau teljast hafa lokið skólanum þetta árið – fyrir utan ein lítil skólaslit!

1. – 5. árgangar fóru í fjöruferði (alla leið niður að höfn) og háðu þar eldheita sandkastalakeppni!

Á morgun er æsilegur ratleikur skipulagður og berast leikar um allan bæ hefur fréttaritari haft spurnir af.

Á miðvikudag fara þau í Selárdalslaug og ganga að Steintúni og vitanum! 

6., 7. og 9. árgangur eru við Svalbarðsá – Veiðihúsinu góða, við leik og störf og koma heim á morgun!

Það teljast þau hafa lokið sinni skólagöngu þetta árið fyrir utan hin sömu litlu skólaslit!

Bara frábært!