Gilitrutt á Bakkafirði á morgun!

Gilitrutt á Bakkafirði á morgun!

Leiksýningin Gilitrutt verður sýnd í Grunnskólanum á Bakkafirði föstudaginn 23.maí kl. 18.00.

Miðaverð:
Fullorðnir:1500 krónur
Grunnskólanemendur:1000 krónur
Leikskólanemendur 500 krónur.

Boðið verður upp á kjötsúpu eftir sýningu.
kveðja Nemendur Grunnskólans á Bakkafirði

Í nógu að snúast

Í nógu að snúast

Það er mikil blíða á Þórshöfn í dag – og mikið verk óunnið í því að flokka og skrá niður athugasemdir okkar varðandi allt þetta rusl sem við fundum á ferðum okkar í gær og fyrradag. Þá getur nú komið sér vel að fara út með borð og stóla og sinna vinnunni utandyra! Útinám er til í mörgum myndum – og ein aðferðin er að flytja skólastofuna þangað þar sem viðfangsefnin eru.

Afli gærdagsins sýndur

Afli gærdagsins sýndur

Þegar 1. – 4. bekkur gengu um Tófutanga veiddu þau eitt og annað í sína sekki! Afraksturinn er meðal annars til sýnis við skólann. Við erum eiginlega alveg undrandi hvað mikið er af drasli hér allt í kringum okkur, án þess að við vitum almennilega hvaða það kemur! Hendir þú rusli?