Náttuvernd og skoðun

Náttuvernd og skoðun

Það var margt að sjá á leið miðstigsins eftir Langanesveginum í morgun. Meðal annars komu krakkarnir auga á gæsahreiður, með þremur eggjum í og einum steini! Til hvers ætli steinninn sé hafður með?

…kannski hitnar hann vel og vermir eggin?

En krakkarnir sáu líka fleira! Rusl af ýmsum toga, öxul, rafgeymi, plast og sígarettupakka! Þetta var allt tekið til handagagns og verður sett í ruslahauginn okkar hér við skólann! Hversu stór verður hann eiginlega á endanum? Niðurstaða krakkanna er að minnsta kosti sú að nú þurfum við eitthvað að breyta háttum okkar svo jörðin okkar verði betri fyrir komandi kynslóðir.

…og þau eru flogin út í vorið!

...og þau eru flogin út í vorið!

Að tína rusl (sem einhver hefur týnt á leið sinni um heiminn). 1. – 4. árgangur er lagður í hann út í Tófutanga en þar ku vera mikið rusl og drasl, plast og annar óþverri sem vaskir skólakrakkar eru tilbúnir að taka til handagagns. Með í för er nesti og nýir skór! Við hlökkum til að fá þau aftur til baka! Reynslunni ríkari af hjólaferð!