Nýr kjarasamingur undirritaður

Nýr kjarasamingur undirritaður í kvöld og því verður skólastarf með hefðbundnum hætti út skólaárið ! Yngstu nemendurnir koma með hjólin sín og eldri krakkarnir fara í búðir og stuðla að því að minnka plastpokanotkun hér á Þórshöfn! Megi nýr kjarasamningur fela í sér frið og sátt um skólastarfið – það mikilvæga hlutverk grunnskólans að hlúa að börnunum okkar

Hjólaferð á morgun hjá 1. – 4. árgangi

hjólFyrirhuguð er hjólaferð á morgun, svo framarlega að ekki verði af vinnustöðvun kennara. Nemendur þurfa að koma með hjól, hjálma, vera vel klædd og þeir sem eiga endurskinsvesti mega endilega koma með þau. Krakkarnir mega koma með sparinesti í bakpoka til að taka með sér.
Ef af vinnustöðvun verður þá færist þessi ferð yfir á fimmtudag.

Bestu kveðjur starfsfólk

Dagurinn í dag er tileinkaður plasti

Dagurinn í dag er tileinkaður plasti

Það er í mörg horn að líta hjá nemendum okkar í dag. Yngsta stigið vatt sér hér út fyrir dyrnar og snaraði inn heilum haug af plastrusli. Það tók þau ekki nema 30 mínútur að fylla tvo stóra poka af plastumbúðum ýmiskonar. Það plast hefði verið 1000 ár í viðbót flögrandi um heiminn ef þau hefðu ekki tekið það til handagagns. Beint í endurvinnslu með það!

Vegna boðaðrar vinnustöðunar á morgun 21. maí

Vegna boðaðrar vinnustöðunar á morgun 21. maí

Á morgun miðvikudag hafa kennarar boðað vinnustöðvun. Allir kennarar GÞ eru í KÍ svo ef af verkfalli verður, verður ekki kennsla hér í skólanum á morgun.

Best er að gera ráð fyrir því að skólahald verði með óbreyttu sniði á morgun, vakna á réttum tíma í fyrramálið og kíkja á vefmiðlana.

Samninganefndir sitja við og útlitið er ekki slæmt.

Megi semjast sem fyrst.

Skólastjóri