Viðburðaríkur dagur

Viðburðaríkur dagur

Í dag hafa 10.bekkingar heimsótt fyrirtæki á staðnum og nemendur í 5. – 9. bekk fóru í Ísfélag Vestmannaeyja og heimsóttu þar landvinnsluna og bræðsluna.

Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar þar voru höfðinglegar og nemendur drukku í sig fróðleik og skemmtun – og sáu jafnvel tilgang með því að læra eðlisfræði!

Kiddi Kalli, Gunnar, Rabbi og Kiddi, kærar þakkir fyrir frábæran dag – þið eruð höfðingjar heim að sækja! – Sem og þið öll sem þar vinnið!