Námsmatsvikan hafin

Námsmatsvikan hafin

Nú í þessari viku verður formlegt námsmat í skólanum okkar. Nemendur fá í hendur ýmis verkefni og eða próf sem þeir eiga að leysa eftir bestu getu. Kennarar hafa sent upplýsingar heim, gátlista og fleira sem nemendur ættu endilega að nýta sér sem best.

Námsmat er gríðarlega mikilvægt í starfi nemenda og kennara og því mikilvægt að það sé vel gert og nýtist vel. Eygló R. Sigurðardóttir segir þetta um árangursríkt námsmat:

Ekki er allt námsmat gagnlegt og nauðsynlegt. Of erfið og ítarleg próf geta haft neikvæð áhrif á nemendur og kennarar þurfa að íhuga vel hvers konar námsmat hentar sérhverju viðfangsefni, nemendum og markmiðum námsins.

Árangursríkt námsmat:

tekur mið af umfangi námsins
er hluti af námsferlinu, bæði fyrir nemendur og kennara
stjórnast af ákveðnu ferli með viðeigandi gögnum
eflir árangursríkt nám þegar það er notað á réttan hátt
ákvarðar hvaða skref skal taka næst í náms- og kennsluferlinu
býður upp á jákvæða leið til að staðfesta hæfileika, getu og skilning
hefur fjölbreyttan tilgang, það hjálpar bæði nemendum og kennurum að skoða stöðuna miðað við markmiðin og getur þannig stuðlað að framförum
er fjölbreytt, s.s. munnlegt, skriflegt, einstaklings- eða hópmat, fyrirvaralaust eða undirbúið, háð aðstæðum hverju sinni
hjálpar kennurum að koma til skila réttri þekkingu og svörun (feedback)
er hægt að nota til að fylgjast með félagslegum, bóklegum og hegðunar framförum nemenda.
Námsmat er árangursríkt þegar:

nemendur taka virkan þátt í námsmatinu
það er notað til að hjálpa nemendum til að bæta sig í náminu
það er hluti af námsferlinu
það tengist vel viðfangsefninu, markmiðum og námsskránni
það er vel framsett og útskýrt fyrir nemendum

(eyglo.com)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s