Námsmatsvikan hafin

Námsmatsvikan hafin

Nú í þessari viku verður formlegt námsmat í skólanum okkar. Nemendur fá í hendur ýmis verkefni og eða próf sem þeir eiga að leysa eftir bestu getu. Kennarar hafa sent upplýsingar heim, gátlista og fleira sem nemendur ættu endilega að nýta sér sem best.

Námsmat er gríðarlega mikilvægt í starfi nemenda og kennara og því mikilvægt að það sé vel gert og nýtist vel. Eygló R. Sigurðardóttir segir þetta um árangursríkt námsmat:

Ekki er allt námsmat gagnlegt og nauðsynlegt. Of erfið og ítarleg próf geta haft neikvæð áhrif á nemendur og kennarar þurfa að íhuga vel hvers konar námsmat hentar sérhverju viðfangsefni, nemendum og markmiðum námsins.

Árangursríkt námsmat:

tekur mið af umfangi námsins
er hluti af námsferlinu, bæði fyrir nemendur og kennara
stjórnast af ákveðnu ferli með viðeigandi gögnum
eflir árangursríkt nám þegar það er notað á réttan hátt
ákvarðar hvaða skref skal taka næst í náms- og kennsluferlinu
býður upp á jákvæða leið til að staðfesta hæfileika, getu og skilning
hefur fjölbreyttan tilgang, það hjálpar bæði nemendum og kennurum að skoða stöðuna miðað við markmiðin og getur þannig stuðlað að framförum
er fjölbreytt, s.s. munnlegt, skriflegt, einstaklings- eða hópmat, fyrirvaralaust eða undirbúið, háð aðstæðum hverju sinni
hjálpar kennurum að koma til skila réttri þekkingu og svörun (feedback)
er hægt að nota til að fylgjast með félagslegum, bóklegum og hegðunar framförum nemenda.
Námsmat er árangursríkt þegar:

nemendur taka virkan þátt í námsmatinu
það er notað til að hjálpa nemendum til að bæta sig í náminu
það er hluti af námsferlinu
það tengist vel viðfangsefninu, markmiðum og námsskránni
það er vel framsett og útskýrt fyrir nemendum

(eyglo.com)

Sparinesti

Sparinesti

Við minnum á sparinesti í dag.

Sparinesti er á alltaf síðast föstudag í hverjum mánuði og mega þá nemendur koma með nesti að eigin vali. Mælst er til að alltaf sé þó hófi gætt í nestisvali.

Frábær árshátíð!

20140410_170939Kæru gestir og nemendur grunnskólanna í Langanesbyggð
Bestu þakkir fyrir komuna á árshátíðina okkar allra! Við erum afskaplega stolt af því hvernig tókst til og sérlega ánægjulegt var hve nemendur voru samstilltir og áhugasamir um að láta allt ganga sem best fyrir sig!

Vegleg dagskrá var í boði og H. C. Andersen á greinilega fullt erindi við okkur enn í dag!

Sjá tengil

Prisessan á bauninni

Árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn

leikrit

Á fimmtudaginn 10. apríl verður Árshátíð GÞ haldin í Félagsheimilinu Þórsveri. Húsið opnar klukkan 16:30 en dagskrá hefst stundvíslega klukkan 17:00. Þema hátíðarinnar verður H.C.Andersen og ævintýrin hans.

Allir eru hjartanlega velkomnir á Árshátíðina, en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir 16 ára og eldri en ókeypis er fyrir börn og ellilífeyrisþega.

Boðið verður upp á ,,starfsmanna“vöfflur í lok dagskrár. Við minnum nemendur á að spariklæðnaður er skilyrði. Og ,,gala!“ klæðnaður er á ballið!

Á dagskrá er:

 1. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum: Benni, Alexander, Unnar, Heiðmar – „Beautiful Brown Eyes“ (trad. Nord-America)
 1. 1. og 2. bekkur: Þumallína og söngurinn um Hans klaufa.
 1. Leikþáttur 3. og 4. bekkjar um Hans klaufa.
 1. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum: Teitur, Tómas, Kadri – „Litill snigill“.
 1. 5. og 6. bekkur flytur leikþáttinn „Nýju fötin keisarans“ .
 1. 7. og 8. bekkur flytur sína útgáfu af  „Prinsessunni á Bauninni“.
 1. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum: Bjarney, Katrin Sól, Kadri – „Í Hliðarendakoti“ (Friðrik Bjarnason).
 1. 9. bekkur sýnir myndband um „Prinsessuna á Bauninni“.
 1. 10. bekkur sýnir myndband um nokkrar vel valdar persónur úr ævintýrum H.C. Anderse
 2. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum: Inga, Mansi, Svanhildur, Alfrun, Kadri – „Kvæðið um fuglana“ (Alli H. Sveinsson/ Davið Stefánsson).
 3. Hljómsveitin Mörder leikur  2 lög
 4. Borðar afhentir í 8. – 10. bekk
 5. Hlé, vöfflur og kaffi og djús.

Hlé, vöfflur og kaffi  og djús fyrir krakkana.

Klukkan 20:00 – 22:00 stendur árshátíðarnefndin fyrir balli, fyrir nemendur í 8. – 10. árgangi GÞ og Grunnskólans á Bakkafirði. Um galadansleik er að ræða og spariklæðnaður skilyrði. ATH að möguleiki er á því að framlengja ballið ef stuð ræður ríkjum, til klukkan 23:00

Aðgangseyrir inn á ballið er krónur 500.

Serdeczne wyrazy współczucia dla Rodziny – Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar

Serdeczne wyrazy współczucia dla Rodziny - Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar

 

 

W Sparisjóður został otworzony rachunek oszczędnościowy dla  Oliwii i Sandry.

Wszyscy mogą wpłacać dowolna kwotę na ten rachunek, na wsparcie rodziny w tym trudnym dla niej czasie.
Zebrana kwota ma służyć na opłacenie  podróży i innych, dodatkowych kosztów, związanych z pogrzebem,które niestety są nieuniknione, gdy przydarza się taka tragedia, jak śmierć bliskiej osoby.

Liczy się każde, najmniejsze nawet wsparcie,wspólnie możemy pomóc.

Konto jest na nazwisko Vilborg Stefánsdóttir, która w porozumieniu z rodziną zebrane fundusze przeznaczy na opłacenie kosztów podróży i pogrzebu.

Nr. rachunku 1129-05-5000

Kt.260877-5779

 

Opnaður hefur verið styrktarreikningur í Sparisjóðnum fyrir Söndru og Oliwiu.

Reikningurinn er opinn styrktarreikningurinn sem öllum er frjálst að leggja inn á til þess að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Fjárhæðin sem safnast er hugsuð sem stuðningur við ferðir og annan kostnað sem því miður er óumflýjanlegur þegar slíka vá ber að dyrum sem andlát náins ættingja.

Margt smátt gerir eitt stórt og það er von okkar og vissa að féð muni nýtast fjölskyldunni vel.

Reikningurinn er á nafni Vilborgar Stefánsdóttur, sem í samvinnu við fjölskylduna mun ráðstafa þeim peningum sem safnast, til greiðslu kostnaðar við t.d. ferðir og útför.

Reikn. 1129-05-5000

kt. 260877-5779

Bekkjarpésarnir birtast hverjir af öðrum

Bekkjarpésarnir birtast hverjir af öðrum

Ég veit ekkert nema hve lítið ég veit sagði Sókrates fyrir all-löngu – og vissi hann þó meira en við flest. Til þess að hægt sé að segja svona þá þarf margt að læra og sumt af því sem við lærum hér í skólanum okkar, má finna í Bekkjarpésunum okkar, en þeir eru hluti af Skólanámskrá GÞ Nú eru þeir okkar að tínast inn á netið, en þar má finna helstu áherslur vetrarins. Þá má finna hér að ofan undir Vörðum.

https://thorshofn.wordpress.com/vordur/bekkjarpesar/