Njáll stóð sig með sóma í Hörpunni í dag!

Úrslitahátíð Nótunnar fór fram í dag og átti Langanesbyggð þar glæsilegan fulltrúa, Njál Halldórsson frá Skeggjastöðum. Hann lék á harmoniku tóna eftir Edward Grieg, In the hall of the Mountain King, en mörg okkar fengu að heyra það atriði á jólatónleikum Tónlistarskólans. Njáll fékk viðurkenningu í dag sem besti einleikarinn í grunnnámi og óskum við honum, fjölskyldu hans og kennara hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna. Við erum óendanlega stolt af þér Njáll!njáll halldórsson