Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Nú um helgina fara fram svæðistónleikar Nótunnar á Norður og Austurlandi. Tónleikarnir verða í Hofi á morgun laugardaginn 15. mars.
10 nemendur Tónlistarskólans á Þórshöfn eru mættir til leiks inni á Akureyri og búnir með sína fyrstu æfingu.

Svanhildur, Álfrún, Heimir, Mikolaj, Ingibjörg, Njáll, Himri , Guðrún Margrét, Erna og Friðbjörg María við óskum ykkur góðrar skemmtunar!